Sleðast með Chris Brown

Undanfarna vetur hefur færst í vöxt að sleðamenn bregði sér bæjarleið í Ameríkuhrepp til að takast á við púðrið góða og æfa sig í smá skógarferðum. Flestir hafa lagt leið sína til norðvestur fjallaríkjanna: Wyoming, Idaho og Colorado, en þar upp í fjöllunum eru mörg frábær sleðasvæði. Wyoming hefur verið vinsæll áfangastaður margra enda t.d. svæðið suðvestan Yellowstone þjóðgarðsins sannkallað ævintýraland. Hópar héðan hafa einnig farið til goðsagnarinnar Bret Rasmussen sem gerir út frá Idaho og einhverjir heimsótt annan ekki minna frægan í Colorado, Chris Burant.

Þeir sem mættu á síðasta félagsfund EY-LÍV fengu skemmtilega sögu og sáu myndband frá ferð fjögurra sleðajaxla frá Akureyri til Whiser í Kanada. Það sem gerir svæðið ekki síst áhugavert fyrir Íslendinga auðvelt aðgengi með beinu flugi Icelandair til Vancouver og oft er hægt að sleðast í frábærum snjó í minni hæð en suður í fjallaríkjum Bandaríkjanna. Hins vegar er úrkomusamara svona nálægt Kyrrahafinu og því e.t.v. meira happdrætti að hitta á bjarta daga.

Þeir félgagar, Örn Traustason, Stefán Traustason, Steindór Jónsson og Arnar Þór Sigursteinsson, heimsóttu í Whisler enn eina sleðagoðsögnina, Chris Brown. Með honum sleðuðust kapparnir í tvo daga í vægast sagt svakalegu púðri. Má segja að sjón sé sögu ríkari 🙂 Fyrst koma nokkrar myndir og þá vídeó.

Leave a comment