Nýjar gamlar sögur enn að bætast við

Djúpt á RMK.

Djúpt á RMK.

Enn eru að bætast við ferðasögur og myndir og myndir af gömlu síðunni, eftir því sem tekst að grafa upp meira af botni glatkistunnar 😉 Síðustu daga hafa t.d. bæst við ferðasögur með myndum frá Smára Sig., mest frá árinu 2007, sem sannarlega er þess virði að rifja upp. Hér má t.d. benda á skemmtilega sögu frá síðustu dögum maí 2007 þar sem botlaust púður var í Kverkfjöllum. Í byrjun mánaðarins fóru Smári og félagar hins vegar í baráttuferð 1. maí, eins og lög gera ráð fyrir. Mikil hitabylgja hafði gengið yfir landið skömmu áður, sem fékk nafnið hitavelluhelgin mikla, en þá var rennt m.a. í Laugafell. Seint í mars náðist góður púðurdagur á Glerárdal og í Gæsavötn var farið í byrjun mánaðarins.

Hér hefur bara fátt eitt verið nefnt af gömlu efni sem gaman getur verið að skoða en í efnisflokkunum hér hægra megin á síðunni er efnið m.a. flokkað niður eftir árum.

Leave a comment