Þá hefur Arctic Cat kynnt 2004 árgerðina. Líkt og hjá Yamaha og Polaris, sem áður höfðu kynnt sína sleða, er fáar stórvægilegar nýjungar að sjá í fljótu bragði en þó leynist ýmislegt áhugavert undir ef betur er að gáð. Arctic Cat menn eru að fylgja eftir góðu ári þar sem þeir kynntu m.a. hinn vinsæla Firecat og horfa án efa með bjartsýni fram á veginn (eða snjóinn). Ef litið er yfir framleiðslulínuna er að sjá sem hún hafi verið einfölduð en þó þannig að í raun eru enn fleiri módel í boði en áður. Þannig ætti hver og einn að geta fundið sleða við hæfi. Valið er þó lang í frá auðvelt því Arctic Cat er með marga afar áhugaverða sleða. Sem fyrr er EFI í boði á mörgum sleðum, nokkuð sem kettirnir hafa fram yfir flesta aðra. En lítum þá á helstu sleðaflokka.
Firecat
Eldkettirnir slógu hressilega í gegn í fyrra og fyrir 2004 eru alls 12 útgáfur í boði. Það eru þrír litit (rauður, svartur og grænn), þrjár vélarstærðir (500 F5, 600 F6 og 700 F7) og þrjár grunngerðir með mismunandi búnaði (Standard, Sno Pro og EXT, sem stendur fyrir Extended Track). F6 og F7 eru boðnir bæði sem EFI og með blöndungum. Standard útfærslan er með 1″ spyrnum í belti og hefðbundinni fjöðrun, Sno Pro er með keppnisfjöðrun og annað hvort 1″ eða 1-3/8″ spyrnum og EXT er með hefðbundna föðrun og 144”x1-1/4″ belti.
ZR 900
Í ZR-línunni er nú aðeins 900 mótorinn í boði og er hægt að fá hann í fjórum sleðagerðum. Þ.e. með blöndungum eða EFI og með standard eða Sno Pro fjöðrun. Litirnir eru rauður, grænn eða svartur. Eitt það áhugaverðasta við þennan sleða er ný útfærla af drifi þar sem hið hefðbundna keðjuhús er horfið. Þetta kalla þeir Arctc Cat menn ACT Diamond Drive system.
Sabercat
Sabrecat er ný lína frá Arctcic Cat, sleði sem byggir á Firecat og leysir Zl af hólmi. Í raun má segja að þetta sé aðeins mildari útfærsla af Firecat, með t.d. sama byggingarlag og sömu útfærslu á mótor, en hentugri til lengri ferða. Það eru 10 útfærslur í boði. Vélarstærðir eru 500cc, 600cc, 600cc EFI og 700cc EFI. Grunngerðirnar kallast Standard, LX og EXT, hver um sig með mismunandi búnaði.
T660 Turbo
Arctcic cat reið á sínum tíma á vaðið með fjórgengisvél í sleða og er um að ræða 660 cc þriggja strokka mótor. Nú er búið að skella á hann túrbínu og við það hoppar aflið upp í heil 110 hestöfl. Blaðamenn Maximum Sled sannreyndu að sleðinn nær a.m.k. 100 mílna hraða og ætti því að vera nokkuð skemmtilegur. Hann stenst þó engan samanburð við RX-1 frá Yamaha. Sleðann er einnig hægt að fá í touring-útfærslu og þá með eða án túbínu.
Pantera
Panteran er óbreytt frá fyrra ári. Álitlegastar eru 600 EFI og 800 EFI sem eru hlaðnar búnaði, m.a. með farstarti! Litasamsetningin er vissulega sérstök þar sem gyllti liturinn er allsráðandi.
Mouintain
Maður spyr sig óneitanlega hvenær kapphlaupið um að bjóða lengsta beltið tekur enda. Arctic Cat kom á síðasta ári fram með 1M 900 á 151″ belti sem var bæði kraftmeiri og léttari en hjá keppinautunum. Polaris “yfirbauð” þá í beltislengd með 159″ beltinu á Vertical Esp. en nú bætir Arctic Cat um betur og kynnir til sögunnar King Cat á 162″ x 2-1/4″ belti, sem á þó að vera léttara en 159″ beltið. Ekkert er til sparað til að hafa sleðann sem léttastann en um er að ræða svokallaða “vorútgáfu” þ.e. fyrir þá sem panta snemma. Hefðbundni fjallakötturinn er boðinn á 151″ eða 159″ belti með 800 eða 900 vél (með eða án EFI) og hægt er að fá 600 EFI á 144″ belti.
- Ný útfærsla af drifi þar sem hið hefðbundna keðjuhús er horfið. Þetta kalla þeir Arctc Cat menn ACT Diamond Drive system.
- Sabercat með grænum tón, sem hæfir Arctic cat.
- Sabercat er nýr sleði og áhugaverður.
- Rauður Firecat er sannarlega glæsilegur gripur.



