Haydays í 50 ár

Í júlí árið 1966 komu nokkrir vinir saman og lögðu fyrstu drög að stofnun vélsleðafélags sem þeir seinna gáfu nafnið Snow-Barons. Haustið eftir ákváðu þeir að reyna með sér í spyrnukepppni og þar með var hafin vegferð sem stendur enn þann dag í dag. Engum sögum fer af tímunum sem náðust, enda tækin í þá daga ansi frábrugðin sleðum nútúmans. En þetta uppátæki þróaðist í að verða stærsti viðburðurinn í sleðaheiminum ár hvert og „formlegt upphaf vetrarins“ eins og eru einkennisorð Haydays í dag.

Heimsókn á Haydays hefur lengi verið á óskalistanum og því var eiginlega ekki annað hægt en láta verða af því á 50 ára afmæli viðburðarins, haustið 2016. Svo heppilega vill til að einkasonurinn er einnig forfallinn sleðaáhugamaður, hvernig svo sem það hefur atvikast. Hann féllst því á að veita föður sínum félagsskap í ferðinni og það án þess að beita þyrfti fortölum sem heitir.

Sem fyrr segir byrjaði Haydays sem spyrnukeppni og hún leikur enn verulegt hlutverk, þótt í raun séu aðrir þættir sem miklu frekar draga fólk að og aðrar keppnisgreinar sem fá meira áhorf. Þróunin hefur orðið sú að í raun er orðin skyldumæting fyrir alla sem á annað borð vilja láta taka sig alvarlega í sleðaheiminum – sleðaframleiðendur, aukahlutafyrirtæki, fataframleiðendur, keppnisliðin o.fl. o.fl. Að auki er svo hið risastóra „Swap-meet“ þar sem hinir aðskiljanlegustu aðilar mæta með notaða hluti og nýja, jafnvel bara það sem kom fram í dagsljósið við síðustu tiltekt í bílskúrnum. Þarna ægir því öllu saman í bókstaflegri merkingu, þannig að úr verður viðburður sem á engan sinn líka.

Á hverju ári er síðan reynt að vera með sérstakan viðburð sem trekkir að og í ár var það risastökk goðsagnarinnar Levi Lavalle sem vippað sér án vandræða rúma 60 metra, enda á hann reyndar að baki ca. helmingri lengra stökk á vélsleða yfir höfnina í San Diego.

Að sjálfsögðu blómstra viðskiptin, bæði með notað og nýtt, og á tíðum hægt að gera ansi góð kaup samanborið við búðarverð á Íslandi. Fyrir Íslendinga er afar einfalt að heimsækja Haydays. Icelandair flýgur til Mineapolis og þaðan er innan við klukkutíma akstur á svæðið. Ágætt er að gista inni í Minneapolis, því þótt borgin verið seint talin sú skemmtilegasta í Bandaríkjunum þá er óvíða hagstæðara að versla.

Hér að neðan fylgja svo nokkrar myndir úr ferðinni.

Best og flottast í sleðaheiminum

Sýningin Vetrarlíf var haldin um liðna helgi í Garðabæ og þótti takast með ágætum. Góð aðsókn var á laugardeginum en óveður á sunnudeginum hefur að líkindum eitthvað dregið úr umferð. Samkvæmt venju voru sleðaumboðin og tengd fyrirtæki í forgrunni og sýndu öll það nýjasta og flottasta sem í boði er. Ekki veit ég hvort valdir voru áhugaverðustu sleðarnir og flottustu básarnir, eins og jafnan þegar sýningin hefur verið á Akureyri, en ég tek það þá bara að mér hér og nú.

Áhugaverðasti nýi sleðinn

Spánýr Polaris Axys í Switchback útfærslu.

Spánýr Polaris Axys í Switchback útfærslu.

Ég held að fáir geti andmælt því að nýja Axys-línan frá Polaris er helsta nýjungin í ár, enda vel við hæfi á 60 ára afmæli tegundarinnar. Hér er komið algerlega nýtt boddý með nýrri 800 vél og nýrri afturfjöðrun. Aksturseiginleikarnir eiga að vera í sérflokki og nýja 800 vélin umtalsvert snarpari en forverinn. Sleðinn er boðinn með tveimur beltislengdum, hefðbundinn stuttur sem 120“ og 137“ Switchback. Þótt afturfjöðrunin líti svipað út og Pro-ride fjöðrunin sem hún leysir af hólmi þá er hönnunin engu að síður ný. Meðal nýrra fídusa í vélinni eru þriggja þrepa rafstýrðir pústventlar, rafdrifin olíudæla sem m.a. þýðir að inngjöfin er umtalsvert léttari, sveifarásinn hefur verið léttur o.fl. Útlitið er skemmtilegt með LED-framljósi og flottu mælaborði. Virkilega spennandi græja sem fróðlegt verður að sjá hvernig reynist og þá einnig hvort fjallasleðarnir fá eitthvað af þessu nýja góðgæti 2016.

Annar verðugur kandídat er nýi Viper sleðinn frá Yamaha. Samstarf Arctic Cat og Yamaha virðist hafa skilað góðum árangri og hefur sleðinn hlotið fyrirtaks dóma. Reyndar þurfti að innkalla sleðana og gera endurbætur vegna bensínleka, en úr því er væntanlega búið að bæta. Ég fékk kost á að reynsluaka frumgerð af sleðanumn síðastliðið vor og get vitnað um að hann lofaði virkilega góðu og er klárlega lang meðfærilegasti 4-gengis sleði sem í boði er. Þá skemmir ekki fyrir að hann er á frábæru verði hérlendis –eða svona að svo miklu leyti sem hægt er að taka um að nýir vélsleðar hérlendis séu á frábæru verði – hmm.

Verklegasti sleðinn

Þessi Pro-Lite er ekki nema fyrir sæmlega hugaða ökumenn!

Þessi Pro-Lite er ekki nema fyrir sæmlega hugaða ökumenn!

Hér er e.t.v. meiri samkeppni um titilinn en ég held þó að hann falli í skaut Ski-doo með nýju T-3 útfærsluna. Hér er kominn svaðalegasti fjöldaframleiddi sleði sem í boði er, með 174x16x3“ belti. Einnig er Ski-doo að kynna breytingar á framfjöðrun í ár sem skila á betri aksturseiginleikum.

Þegar rætt er um verklega sleða verður að minnast á 900 Pro-Lite sleðana frá Black Dimond, sem Motul flytur inn. En þeir verða þó líklega frekar að flokkast sem sérsmíði, þótt vissulega séu þeir framleiddir í talsverðu magni. En auðvitað er svo sérsmíðaði spyrnusleði þeirra Hafnarfeðga, sem var í Yamaha-básnum, einn í flokki.

Flottasti básinn

Motul-básinn var virkilega  flottur og metnaður í gangi á þeim bænum.

Motul-básinn var virkilega flottur og metnaður í gangi á þeim bænum.

Af stærri sýnendum þótti mér bás Motul-manna frá Akureyri algerlega ber af. Virkilega flott upp settur og höfðu norðanmenn ekki talið eftir sér að koma með nánast hálfa búðina með sér. Mikið vöruúrval þeirra lyfti sýningunni upp. Vel gert!

Af sýnendum með minni bása var Garmin búðin eins og jafnan með fínan bás og þá var básinn hjá Landsbjörg einnig mjög smekklegur og vel fram settur með hliðsjón af þeim skilaboðum sem félagið er að koma á framfæri.

Þessi stutti 800 RR frá Arctric Cat er vafalaust geggjað leiktæki.

Þessi stutti 800 RR frá Arctric Cat er vafalaust geggjað leiktæki.

Aðrar merkar nýjungar

Ég hef í þessum pistli lítið minnst á Arctic Cat og Lynx, sem merkir þó engan veginn að þeir séu ekki með áhugaverða sleða í ár. Þvert á móti. Mér skilst t.d. að Arctic Cat sé að bjóða 73 módel í ár þannig að sannarlega ættu allir að geta fundið sleða við hæfi. Maður heyrir líka bara góðar sögur af þjónustu umboðsins, sem hefur sitt að segja. Væri ég síðan sjálfur að velja mér nýjan sleða hygg ég að ofarlega, ef ekki efst, á óskalistanum væri Boondocker frá Lynx. Svaðalega flottur og líklega meiri alhliða sleði en flestir keppinautarnir í púðursleða-flokknum.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá sýningunni.

Viðurkenningar á Vetrarsport

Undanfarin hafa verið veittar viðurkenningar fyrir áhugaverða sleða og bása á Vetrarsportsýningunni. Svo er einnig í ár þótt með örlítið breyttu sniði sé. Síðustu ár hefur verið tilkynnt um valið á árshátíðinni á laugardagskvöldið en í ár var ákveðið að lofa sýningunni að líða áður en valið væri gert opinbert.

Varðandi val á sleðum sýningarinnar hefur verið stuðst við þá vinnureglu að horfa eingöngu til óbreyttra sleða eins og þeir koma frá verksmiðjunni, m.ö.o. að velja ekki sleða sem er búið að setja í aukabúnað til að auka afl og þá heldur ekki sleða með aukabúnaði til ferðalaga. Einnig hefur helst verið horft til nýrra módela af sleðum, þ.e. sleða sem eru að koma nýir á markað.

Líkt og undanfarin ár eru viðurkenningarnar þrjár.

vetrarsport07 0841. Athyglisverðasti nýi sleðinn:
Fyrir valinu að þessu sinni varð Ski-doo MX Z. Í rökstuðningi dómnefndar segir að hér sé einn mest seldi sleði síðustu ára kominn nýr frá grunni. Nýtt boddí þar sem eru stigin áður óþekkt skref við hönnun og smíði á vélsleðum með léttleikan er í fyrirrúmi. Þá má benda á að hann var nýlega valinn sleði ársins hjá tveimur af stærstu útgefendum sleðatímarita í Bandaríkjunum, Snow-Goer og American Snowmobiler.
vetrarsport07 0482. Verklegasti sleðinn:
Fyrir valinu að þessu sinni varð hinn nýi Polaris Dragon 800 RMK. Í rökstuðningi fyrir valinu segir að hér sé kominn nýr sleði frá Polaris með nýjum mótor sem miklar vonir séu bundnar við. Sannarlega einn öflugasti fjöldaframleiddi sleðinn á markaðinum og hefur verið að fá mjög góða dóma hjá reynsluökumönnum erlendis.
3. Viðurkenning fyrir vel útfærðan sýningarbás:
vetrarsport07 056Aldrei verið jafn erfitt að gera upp á milli sýnenda og nú enda virðist þeir stöðugt tilbúnir að leggja meira í sýninguna. Niðurstaðan er glæsilegasta Vetrarsportsýning frá upphafi. Dómnefnd komst að lokum að þeirri niðurstöðu að viðurkenningin í ár skyldi koma í hlut K2 Mótorsport / Ellingsen. Bás þeirra var stór og fjölbreyttur, vel upp settur með miklu vöruúrvali.
Til gamans fylgja hér með niðurstöður úr vali síðustu ára.

Í fyrra (nóvember 2006):
M1000 frá Arctic Cat viðurkenningu sem verklegasti sleði sýningarinnar, Yamaha Phazer fékk viðurkenningu sem athyglisverðasti nýi sleðinn og Icehobby fékk viðurkenningu fyrir áhugaverðan sýningarbás.

Í hittifyrra (nóvember 2005):
Fallegasti ferðasleðinn var valinn Ski-doo GTX 600, verklegasti sleði sýningarinnar var valinn Arctic Cat M7 og Toyota á Akureyri fékk viðurkenningu fyrir vel útfærðan sýningarbás.

Árið þar áður (nóvember 2004):
Fallegasti ferðasleðinn var valinn Yamaha RS Venture, verklegasti sleði sýningarinnar var valinn Polaris RMK 900 166” og viðurkenningu fyrir vel útfærðan sýningarbás fékk Siggi Bald í Motul.

Árið þar áður (nóvember 2003):
Yamaha Venture var valinn fallegasti ferðasleði sýningarinnar, Arctic Cat King Cat 900 var valinn verklegasti sleðinn, Toyota á Akureyri fékk viðurkenningu fyrir vel útfærðan sýningarbás.

Myndir frá Vetrarsport

Vetrarsportið um helgina tókst vel í alla staði og var sýnignin sennilega sú glæsilegasta frá upphafi. Var gaman að sjá hvað margir sýnendur lögðu metnað í sýningarbása sína og var heildaryfirbragð sýningarinnar stórglæsilegt. Fjölbreytnin var líka í fyrirrúmi þótt sleðarnir séu alltaf í forgrunni. Árshátíðin í Sjallanum tókst ekki síður vel. Margir munu hafa saknað þess að ekki var tilkynnt um val á sleðum og bás sýningarinnar en þeim til huggunar þá fór slíkt val fram á vegum sýningarstjórnar eins og verið hefur og mun verða tilkynnt um úrslit á morgun, mánudag. Aðstoðarljósmyndari var Alída Milla Möller Gautadóttir, 6. ára, sem m.a. myndaði allt bleikt sem hún sá.

 

Margt spennandi í 2007 árgerðinni

Um helgina má e.t.v. segja að vélsleðavertíðin hefjist með formlegum hætti með stórsýningunni Vetrarsport 2006-2007 í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þar verður hægt að skoða á einum stað allt það nýjasta í vélsleðaheiminum og er svo sannarlega af mörgu að taka. Hér á eftir verður rennt yfir helstu nýjunar hjá hverjum framleiðanda og til að enginn móðgist þá eru sleðarnir teknir í stafrófsröð.

F1000_314pixBiðin á enda hjá Arctic Cat

Mikil spenna var byggð upp í tengslum við kynningu á 2007 árgerðinni af Arctic Cat. Búist var við miklum breytingum enda má e.t.v. segja að mörgum hafi fundist tími til kominn. Því fer þó fjarri að einhver stöðnun hafi ríkt hjá Arctic Cat, samanber t.d. hina vel heppnuðu Crossfire og M-fjallasleða, en því er ekki að neita að lítið hefur gerst í vélamálum undanfarin ár. Á því verður sannarlega breyting með 2007 árgerðinni.

Verst geymda leyndarmálið

Fljótlega upp úr síðustu áramótum fóru reyndar að leka út um væntanlega sleða, t.d. nýjan fjórgengissleða sem nefnist Jaguar. Var hann verið kallaður verst varðveitta “leyndarmál” seinni ára í sleðaheiminum því myndir og upplýsingar um hann voru á ferli á Internetinu í margar vikur áður en opinber kynning fór fram. Hver og einn verður síðan að meta hvort Arctic Cat nær að standa undir væntingum en a.m.k. liggur fyrir að um 80% frameiðslulínunnar er ný.

CF8_314pixTæplega 33 þúsund stillingarmöguleikar!

Fyrst ber að nefna nýtt byggingarlag sem Arctic Cat nefnir “Twin Spar”. Útlitið er frábrugðið því sem áður hefur komið frá Arctic Cat en burðarvirkinu svipar nokkuð til REV-útfærslunnar hjá Ski-doo. Helsta aðalsmerki þessa nýja byggingarlags er styrkur og einfaldleiki. Þá má heldur ekki gleyma nýja bakkgírnum sem rafeindabúnaður sér um að stjórna og ný útfærsla af kælikerfi. Sumt er kunnuglegt úr herbúðum Arctic Cat, t.d. hið bráðsnjalla “diamond-drif”, framfjöðrunin er afbrigði af hinni vel þekktu AWS og afturfjöðrunin kemur beint úr keppnisdeildinni. Þá er aftur horfið til “hefðbundinnar” 15 tommu beltisbreiddar.

Jafnframt eiga allir að geta fundið akstursstillingu við hæfi. Þannig er nokkrum sleðagerðum hægt að færa stýrislegginn fram og aftur, svipað og þekkist hjá Polaris, nema hér eru stillingarnar 11 talsins. Þá er hægt að velta stýrinu um 85 gráður fram og til baka og á sumum er líka hægt að stilla rúðuna. Eins og þetta sé ekki nóg þá er bæði hægt að færa sætið fram og aftur og hækka það og lækka. Tölfræðingar hafa reiknað út að alls séu 32.725 stillingarmöguleikar í boði (að því gefnu að hægt sé að breyta halla stýrisins með einnar gráðu millibili). Þess ber þó að geta að það er mismunandi eftir sleðagerðum hvort allir þessir stillimöguleikar eru í boði.

Þrjár nýjar vélar

Arctic Cat kynnir þrjár nýjar og spennandi vélar sem eru hannaðar og smíðaðar í samvinnu við Suzuki en samstarf fyrirtækjanna nær áratugi aftur í tímann. Fyrst er að nefna tvær tvígengisvélar, 800 og 1.000 rúmsentimetra. Báðar eru með beinni innspítingu og skilar minni vélin 144 hestöflum en sú stærri 168. Ljóst er að aðdáendur Arctic Cat hafa beðið spenntir eftir þessum stóru vélum. Líkt og í öllum nýtísku vélsleðavélum er rafeindatæknin nýtt til að hámarka afköst en jafnframt draga sem mest úr eyðslu og mengun.

jaguar_lFjórgengis með EFI

Þriðja nýja vélin er tveggja strokka Suzuki fjórgengisvél með 1.056 sentimetra rúmtak sem skilar 123 hestöflum. Þessi vél er boðin í sleða með nýja byggingarlagið og nefnist hann Jaguar Z1. Það sést því strax að sleðanum er einkum stefnt gegn Vector línunni frá Yamaha. Vélin er búin beinni innsprautun (EFI) og er sögð bæði sparneytin og umhverfisvæn. Arctic Cat var á sínum tíma fyrsti sleðaframleiðendinn til að bjóða fjórgengisvél í vélsleða en þessi nýja er mun öflugri og stórt stökk fram á við tæknilega. Með túrbínu ætti einnig að vera hægt að auka aflið verulega. Sleðinn er sagður vega 261,5 kg sem gerir Jaguarinn 5 kg þyngri en FST frá Polaris og 14 kg þyngri en Vector ER árgerð 2007 frá Yamaha.

Eitthvað fyrir alla

Að lokum er vert að gefa stutt yfirlit yfir framleiðslulínunna og byrja á stuttu sportsleðunum, eða F-línunni. Hér eru mestu breytingarnar því nýja byggingarlagið tekur alveg yfir þennan flokk. Kastljósið beinist einkum að sleðum með nýju vélunum, sem fá undirheitin F8 og F1000, auk Jaguar. F5 og F6 sem eru áfram í boði en koma í nýja byggingarlaginu. Nokkar undirgerðir eru í boði með mismunandi búnaði, m.a. í fjöðrun o.fl.
Hinir geysivinsælu Crossfire og M-sleðar koma lítið breyttir hið ytra en undir húddinu hefur mikið gerst því þar verður val um nýju 800 og 1.000 rúmsentímetra vélarnar. Væntanlega munu margir slíkir sjást á íslenskum fjöllum í vetur.

Lynx_xtrim_800Sigursælir Lynx vélsleðar

Hinir finnskættuðu Lynx vélsleðar hafa enn sem komið er ekki náð verulegri útbreiðslu hérlendis þrátt fyrir að hafa verið á markaði nokkur ár. Má segja að það sé miður þar sem sleðarnir ættu ekki að henta Íslendingum síður en frændum okkar í Skandinavíu. Þar er Lynx meðal vinsælustu tegunda, jafnt við leik og störf, ásamt því að eiga að baki einstæðan feril í vélsleðakeppnum.

Nýtt umboð

Umboðsmálum Lynx hérlendis hefur e.t.v. ekki alltaf verið sinnt sem skyldi á síðustu árum, sem gæti að hluta skýrt fremur litla sölu. Nú hefur hins vegar ræst úr í þessum efnum. Lynxumboðið er komið í hendur Ellingsen sem sl. vor opnaði stórverslun með allt til útivistar og ferðalaga. Rekstrarstjóri Evró/Ellingsen er sleðamönnum að góðu kunnur, en það er Halldór Jóhannesson sem til fjölda ára hefur starfað við innflutning og sölu á Polaris.

Sérstaða í fjöðrunarmálum

Lynx_adventure_600SDILynx er í eigu Bombardier-samsteypunnar sem einnig framleiðir Ski-doo vélsleða. Þessar tvær sleðagerðir deila því ýsum þáttum, meðal annars vélum, en annað er frábrugðið. Lynx hefur til að mynda markað sér sérstöðu í fjöðrunarmálum, sem heillar marga. Svo virðist þó sem Bombardier stefni að aukinni samhæfingu vélsleðagerðanna tveggja. Þannig hefur framleiðsla Ski-doo og Lynx verið alveg aðskilin fram til þessa, önnur gerðin framleidd í Kandada en hin í Finnlandi. Með 2007 árgerðinni bregður hins vegar svo við að sumar undirgerður Lynx koma fullbúnar frá í verksmiðjunni í Kanada.

Nýr keppnissleði

Lynx hefur sem fyrr segir átt einstaklega góðu gengi að fagna í vélsleðakeppnum í Evrópu og státar t.d. bæði af Norðurlanda- og Evrópumeistaratitlum á þessu ári. Því kemur ekki á óvart að eitt stærsta trompið næsta vetur verður nýr keppnissleði með 600 rúmsentimetra vél. Hann er að grunni til byggður á hinum sigursæla 440 keppnissleða og er án efa magnað tæki, hvort heldur er í keppnisbrautinni eða upp til fjalla. Einnig er kynnt ný afturfjöðrun sem fáanleg verður í öllum stuttu sleðunum. Væntanlega verður Lynx áberandi í keppnum vetrarins hér heima þar sem sterkir ökumenn undir merkjum Team Lexi munu reyna sig á finnska kettinum.

Vélarnar í Lynx eru eins og áður er sagt þær sömu og í Ski-doo, m.a. 800 HO og 600 með SDI-innsprautun. Sérlega áhugaverður er millilangi sleðinn X-Trail á 144 tommu belti sem væntanlega er mjög fjölhæfur og hentar vel við íslenskar aðstæður. Er hann boðinn bæði með 800 og 600 rúmsentímetra vélum. Ferða- og vinnusleðalínan er einnig allrar athygli verð, enda hefur þó nokkuð af slíkum sleðum selst hérlendis á síðustu árum.

DragonRMKPolaris safnar vopnum sínum

Í sem fæstum orðum eru stærstu tíðindin hjá Polaris tvær nýjar HO tvígengisvélar með Cleanfire-innsprautun, 600 og 700 rúmsentímetrar. Stærri vélin skilar 140 hestöflum og er jafnframt stærsta vélin frá Polaris því 900 vélin er horfin af sjónarsviðinu, í bili a.m.k. Almennt er Polaris að einfalda framleiðslulínuna með færri en skýrari valkostum. RMK-línan vekur mikla athygli því allra leiða hefur verið leitað til að létta sleðan sem mest.

Engin 900 vél!

Ef til vill má segja að það sem ekki er í boði hjá Polaris hafi til að byrja með hlotið meiri athygli en það sem er í boði, þ.e. sú ákvörðun að bjóða ekki sleða með stærri vél en 700 rúmsentímetrar. Þetta hefur væntanlega orðið mörgun aðdáendum Polaris nokkurt áfall en er þegar grannt er skoðað skynsamleg ákvörðun, enda hafa t.d. viðbrögð blaðamanna sem skrifa í vefmiðla í Bandaríkjunum verið mjög jákvæð. Svo virðist sem Polaris hafi ekki náð að fullu að samhæfa 900 vélina og IQ byggingarlagið eða grindina. Sérstaklega reyndist erfitt að leysa vandamál með víbring o.fl. þannig að Polaris ákvað að vera ekki að bjóða þessa vél fyrr en allir væru sáttir. Ljóst er að þetta hefur verið erfiður biti að kyngja fyrir Polaris, sem á móti á hrós skilið fyrir hugrekkið. Hins vegar er einnig ljóst að ekki er um framtíðarákvörun að ræða heldur má eiga von á stórri sleggju frá Polaris fyrr en síðar.

FSTIQÁherslan á 600

Nýju 600 og 700 rúmsentímetra vélarnar deila ýmsum þáttum. Báðar eru t.d. með tvo spíssa í hvorn strokk og “hefðbundnar” að gerð að því leyti að loft og bensín er tekið inn aftan á vélinni og pústið fer út að framan. Polaris býður einnig áfram 600 HO vél með blöndungum en nýja vélin á að vera heldur öflugri og einnig eyðslugrennri. Báðar 600 vélarnar byggja á sama grunni og 440 rúmsentimetra vélin og þær eru því léttari og minni um sig en 700 rúmsentímetra vélin. Athygli vekur að megináhersla Polaris virðist vera á 600 vélina því 700 vélin verður að sögn framleidd í takmörkuðu upplagi.

Ekki verður skilið við vélamálin hjá Polaris án þess að minnast á fjórgengisvélina. Um er að ræða tveggja strokka, 750 rúmsentímetra vél með túrbínu. Hún var kynnt í fyrra en kemur nú í endurbættri útgáfu og á að skila 140 hestöflum. Þannig er hún öflugri en vélarnar í Yamaha Vector og Arctic Cat Jaguar Z1 en vantar nokkuð á að ná Yamaha Apex. Hún er boðin í ýmsum slerðagerðum sem þá eru auðkenndir með skammstöfuninni FST.

Fisléttir fjallasleðar

Polaris leggur sem fyrr mikið upp úr RMK-fjallasleðalínunni og þar verða talsverðar breytingar á milli árgerða. Áfram er haldið á þeirri braut að létta sleðana og nú fjúka rúm 7 kíló frá því í fyrra. Sleðinn með 700 vélinni á 155 tommu belti er með uppgefna vikt upp á tæp 120 kg og samsvarandi 600 sleði er gefin upp 117 kg. Allur “óþarfi” er á bak og burt en í staðinn er val um ýmsan aukabúnað fyrir þá sem vilja meira en grunngerðina. Reynt er að finna ný og léttari efni og jafnframt leitast viðað hafa sleðann sem efnisminnstan. Þannig eru stigbrettin götóttari en svissneskur ostur og ný gerð af belti er einnig opnari en áður hefur sést. Nú er stillanlega stýrið ekki lengur í boði á RMK-línunni. Beltislengdir eru upp í 155 tommur og raunar 166 ef menn eru tilbúnir að panta nógu snemma.

Fusion látinn fjúka

Polaris CruiserSé litið á aðrar sleðagerðir vekur athygli að Fusion nafnið hefur verið lagt á hilluna. Þess í stað bera stuttu sportsleðarnir nafnið IQ og eru auk þess auðkenndir með vélarstærðinni. Þeir koma nú allir með sama byggingarlagi og RMK. Mest spennandi finnst mörgum án efa 700 sleðinn með aukanafnið Dragon.

Í millilöngu deildinni er Polaris með Switchback á 144 tommu belti. Val er um FST fjórgengis eða 600 tvígengisvélar. FST fjórgengissleðin er 268 kg og 140 hestöfl en 600 tvígengissleðinn 224 kg og 125 hestöfl. Sé litið til fjórgengissleða keppinautanna þá er stuttur Jaguar Z1 gefinn upp 123 hestöfl og 261,5 kg en Yamaha RS Rage á 136 tommu belti 256 kg og um 120 hestöfl.

Úrvalið af ferðasleðum er þó nokkuð. Beltislengd er yfirleitt 136 tommur og val um ýmsar vélar með mesta áherslu á 600 HO og FST fjórgengis. Þá er ánægjulegt að sjá að gamli Wide Track lifir áfram góðu lífi og er eini Polarissleðinn sem enn er með Fuji vél, hina sögufrægu Indy 500.

Jákvætt skref

Sem fyrr er sagt hafa viðbrögð blaðamanna og reynsluökumanna vestan hafs verið jákvæð. Hefur verið bent á að Polaris sé nú að einbeita sér að því sem gerði þá að stærasta framleiðandanum fyrir nokkrum árum. Það er að framleiða sleða með framúrskarandi akstureiginleika, með höfuðáherslu á gæði og áreiðanleika fremur en fjölda undirgerða. Þótt í vissum skilningi megi segja að Polaris sé að taka skref aftur á bak, hafa menn fremur kosið að líta á það sem svo verið sé að safna lengri atrennu fyrir atlöguna að tindinum.

Ski-doo1Ski-doo áfram á sömu braut

E.t.v. má segja að Ski-doo gæti notast við slagorðið “gerum gott betra” fyrir 2007 árgerðina. Ski-doo er sem fyrr á fullri ferð að þróa sleða sína en ekki er margar nýjar gerðir af sleðum kynntar til sögunnar. Nýjungarnar og endurbæturnar eru engu að síður þó nokkrar á milli ára.

Ski-doo veðjar áfram á tvígengistæknina og hefur náð góðum árangri, bæði með svokallaða SDI-innsprautun og með endurbótum á blöndugsvélum. Rafeindatæknin hefur gerbreytt virkni vélsleðavéla á tiltölulega fáum árum og er hún nýtt með ýmsum hætti til að auka afl og bæta eldsneytisnýtingu. Markmið Ski-doo er að þróa tvígengisvélar sem eru sambærilegar í eyðslu og mengun og fjórgengisvélar en nýta áfram kosti tvígengsivélanna sem eru einfaldari léttbyggðari en fjórgengisvélar. Reyndar er nú kynnt ný fjórgengsivél, 65 hestafla V-800, ættuð úr fjórhjóladeildinni og boðin í ferða- og vinnusleðum.

REV-byltingin heldur áfram

Þetta er fimmta árið sem REV-byggingarlagið er á markaði og tekur sem fyrr til meginhluta framleiðslulínunnar. Ski-doo hitti sannarlega í mark með þessu nýja byggingarlagi á sínum tíma og hafa aðrir framleiðendur meira og minna tekið upp svipaða hugsun. Í stuttu máli var setu ökumannsins breytt og hún færð 20-30 cm framar en áður tíðkaðist. Þannig eru fæturnir beygðir því sem næst í 90 gráður um hnén þegar setið er og gert ráð fyrir að ökumaðurinn standi talsvert við aksturinn. Æskilegri þyngdardreifing og betri aksturseiginlekar fengust einnig með því að færa vélina aftar og neðar. Markmiðið var að koma sem mestu af þunga sleðans fyrir sem næst driföxlinum. REV-skammstöfunin stendur fyrir “revolution” eða bylting og má með sanni segja að það hafi reynst réttnefni.

SDI-innsprautunin

Ski-doo2Vert er að líta aðeins á SDI-innsprautuna sem Ski-doo hefur hlotið mikið lof fyrir. SDI stendur fyrir Semi-Direct-Injection sem þá mætti þýða “hálf-bein-innsprautun”. Nafngiftin kemur til af því að bensínblöndunni er hvorki sprautað inn í sveifarhúsið (eins og algengast er á tvígengisvélum sem kallaðar eru EFI) né inn í sílendurinn (eins og í fjórgengisvélum) heldur í milligöngin í sveifarhúsinu. Í “hefðbundinni” tvígengisvél gegna milligöngin því hlutverki að flytja bensínblönduna úr sveifarhúsinu upp fyrir stimpilinn inn í sílendurinn. Um leið þrýstir nýja blandan brenndu gasinu sem fyrir er út í pústið. Vinnsluhringur vélarinnar er bara tvö slög í stað fjögurra í fjórgengisvél og þaðan er nafnið komið. Gallinn við þetta annars ágæta fyrirkomulag er að bæði tapast talsvert af nýju blöndunni út í pústið og einnig verður nokkuð af brennda gasinu eftir. Þetta veldur því að eldsneytið nýtist tiltölulega illa og afköst vélarinnar verða minni en ef hægt væri að nýta alla bensínblönduna sem fæst með hverju slagi vélarinnar. Með því að sprauta beint inn í milligöngin á hárréttum tíma nær Ski-doo að nýta bensínblönduna talsvert betur en í hefðbundinni tvígengisvél og þarf þannig minna eldsneyti til að ná sama afli, m.ö.o. minni eyðsla og minni mengun. Tveir spíssar sprauta inn í hvor milligöng. Þeir eru mis stórir og virkar sá minni á lágum snúningi en þegar ræsa á alla hestana sem leynast undir húddinu þá bætist hinn við.

Mikið úrval

Ski-doo3Ski-doo mikið úrval af sleðum. Vinsælustu vélarstærðirnar eru 600 og 1.000 rúmsentimetra vélar með SDI-innsprautun og 800 rúmsentimetra blöndungsvélar. Kynnir Ski-doo tvær nýjar útfærslur af þeirri vél í 2007 árgerðinni.

Stuttu sportsleðarnir nefnast MX Z og eru boðnir í mörgum útfærslum með 600 og 800 rúmsentimetar vélum, auk Mac Z sem er með 1.000 rúmsentimetra vélinni. Það sem skilur á milli undirgerða er ýmis búnaður, svo sem fjöðrun o.fl. Millilöngu sleðanir, sem heita Renegate, koma á stærra belti, þ.e. 136×16 tommum og eru sem fyrr boðnir með 600, 800 og 1.000 rúmsentimetra vélum. Mestu breytingarnar eru á fjallasleðunum, þar sem nýju 800 vélarnar eru boðnar, auk 600 og 1.000 SDI. Tekist hefur að létta sleðana um 7 kg á milli árgerða. Hér eru ótaldir sport og vinnusleðarnir en þar er einnig úr mögu að velja, að ógleymdum Freestile leiksleðanum. Því má segja að það sé vandlátur seðamaður sem ekki getur fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Ski-doo.

Yamaha – senuþjófur ársins

phazer1Yamaha hefur í gegnum árin kynnt ýmsar djarfar nýjungar í vélsleðaheiminum og óhikað fetað aðrar slóðir en keppinautarnir. Þannig hefur það til að mynda verið síðustu fjögur árin og með 2007 árgerðinni er haldið áfram á sömu braut. Hulunni var svipt af algerlega nýjum sleða sem að ýmsu leyti er hannaður út frá öðrum forsendum en menn hafa þekkt hingað til. Markmið Yamaha með þessu djarfa skrefi eru þó engu að síður kristaltær, þ.e. að ná nýjum sleðamönnum inn í sportið og stækka þannig markhópinn.

Yamaha hefur skapað sér sérstöðu á síðustu árum með því að einbeita sér að þróun aflmikilla fjórgengisvéla og hefur þar spilað út hverju trompinu á fætur öðru. Nýjasta afurðin ber þó gamalkunnugt nafn, Phazer. E.t.v. er vert að byrja á að hverfa allt aftur til ársins 1984. Þá þótti mörgum Yamaha taka mikla áhættu með kynningu á byltingarkenndum sleða með þetta sama nafn. Hann var léttur og lipur og leit út eins og hann hefði fallið til jarðar úr geimskipi. Hann seldist hins vegar eins og heitar lummur og hefur því verið haldið fram að hann hafi selst í fleiri eintökum en nokkur annar vélsleði. Hann var líka í framleiðslu fram til ársins 2001 og kom Yamaha um tíma í toppsætið sem stærsta vélsleðaframleiðanda í heimi.

Er sagan að endurtaka sig?

Nú rúmum 20 árum seinna velta menn því fyrir sér hvort Yamaha hyggist endurtaka leikinn. Nýi Phazer sleðinn er a.m.k. hannaður með sömu atriði í huga og sá gamli, þ.e. með léttleika og lipurð að leiðarljósi, og svo sannarlega skartar hann útliti sem er öðruvísi en áður hefur sést á vélsleða. Einn blaðamaður orðaði það sem svo að hönnuðirnir hefðu tekið vélina og notað afganginn af sleðanum til að pakka henni í lofttæmdar umbúðir.

phazer_venture_liteHinn nýi Phazer

Eins og við er að búast er hinn nýi Phazer búinn fjórgengisvél. Hún er tveggja strokka, 500 rúmsentímetrar, með beinni innspýtingu og skilar 80 hestöflum. Í raun er um að ræða samskonar vél og í YZF 250 mótorhjólinu, bara tvær slíkar vélar skeyttar saman í eina blokk. Líkingin við mótorhjólið nær reyndar lengra en bara til vélarinnar því allt byggingarlag sleðans gengur lengra í átt til samruna torfæruhjóls og vélsleða en áður hefur sést. Utan um vélina var hannað nýtt byggingarlag sem Yamaha kallar FX og eru vélarhlutar og drifbúnaður að nokkru leyti einnig notaðir í burðarvirkið til að spara þyngd. Áseta ökumanns er mjög framarlega, sætið hátt og mjótt, ekki ósvipað og á krosshjóli, og stýrið breitt. Framfjöðrunin er A-arma og afturfjöðrunin er hin frábæra Pro-Action frá Yamaha með 16 tommu fjöðrunarsvið. Uppgefin þyngd grunngerðar sleðans er 206 kg, sem hlýtur að teljast vel sloppið með fjórgengisvél. Til samanburðar er F5 frá Arctic Cat gefinn upp 203 kg og MX 500 frá Ski-doo 213 kg, en þeir eru báðir með tvígengisvél.

Fimm gerðir

Sleðinn er boðinn í 5 útfærslum auk grunngerðar má fyrst nefna Phazer FX sem búinn er öflugri dempurum. Þá kemur Phazer GT sem hugsaður er til að veita meiri þægindi í löngum akstri, m.a. með háa rúðu og aðra gerð af dempurum. Þessir sleðar eru allir á sama belti, 121x14x1 tommur. Þá er boðinn sleði í “Mountain” útfærslu, Phazer Mountain Lite, á 144 tommu löngu belti með 2 tommu spyrnum og loks ferðalseði sem nefnist Venture Lite. Sá er á 15 tommu breiðu belti með tvöfalt sæti og farangursgrind. Allir þessir sleðar að grunngerðinni frátaldri koma með nýja gerð af bakkgír frá Yamaha þar sem aðeins þarf að ýta á takka til að skipta, áþekkt því sem menn þekkja hjá Polaris, Ski-doo og Lynx.

Hver verða viðbrögðin?

Fróðlegt verður að sjá hvernig markaðurinn bregst við þessu útspili. Sleðanum er sem fyrr segir ætlað að vinna nýja markaði, draga nýliða inn í sportið og þá sem ekki hafa heillast af “hefðbundnum vélsleðum” enda hafa sleðaframleiðendur vaxandi áhyggjur af hækkandi meðalaldri sleðamanna. Þetta er þó sannarlega enginn unglingasleði heldur smíðaður fyrir fullorðna. Hestöflin eru vissulega talsvert færri en í algengustu sleðum í dag en spurningin er hvort áherslan á léttleika og skemmtanagildi nái að vega þar upp á móti. Það mun tíminn einn leiða í ljós.

attack_gtFleira áhugavert

Þótt nýi Phazer sleðinn steli nokkuð senunni þegar 2007 línan er skoðuð eru einnig fleiri áhugaverðar nýjungar frá Yamaha. Í fyrra kom fram á sjónarmiðið nýr sleði, Apex, búinn 150 hestafla vél með beinni innspýtingu. Hann hefur fengið frábæra dóma og var m.a. valinn sleði ársins hjá Snow-Goer tímaritinu. Hann kemur í fleiri útfærslum 2007, m.a. nýr millilangur sleði á 136 tommu belti og tvær nýjar gerðir í “Mountain” útfærslu. Sama má segja um RS-Vector línuna. Þeir sleðar eru um 120 hestöfl og fá einnig ýmsar minniháttar endurbætur á næsta ári. Alls býður Yamaha yfir 20 sleðagerðir á næsta ári og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Góð Vetrarsporthelgi að baki

Fín aðsókn var að Vetrarsportsýningunni á Akureyri um helgina og tókst hún vel í alla staði. Sýnendum fjölgaði á milli ára og boðið var upp á ýmsar nýjungar, meðal annars að hafa fyrirlestra um ýmislegt tengt útivist.

Þá tókst áshátíðin ekki síður vel en hún var haldin í Sjallanum á laugardagskvöldið. Húsið troðfullt og mikil stemmning. Fór menn þar á kostum hver um annan þveran. Má t.d. nefna formann skemmtinefndar, Hesjuvalla-Björn, Júlíus Júlíusson veislustjóra og Guðmund Hjálmarsson, sem flutti árlegan annál af snilld. Ekki má heldur gleyma Uss, suss, SUSSS-hópnum sem tróð upp með hvert snilldaratriðið á fætur öðru. Samkvæmt venju voru veittar viðurkenningar fyrir glæsilega sleða og bása. Fallegasti ferðasleðinn var valinn Ski-doo GTX 600, verklegasti sleði sýningarinnar var valinn Arctic Cat M7 og Toyota á Akureyri fékk viðurkenningu fyrir vel útfærðan sýningarbás.

Polaris kynnir 2006 línuna

rmk900

Úr nógu er að velja hjá Polaris.

Línur eru nú mjög farnar að skýrast með hvaða sleðar verða í boði fyrir næsta vetur og þær skýrðust enn frekar í dag þegar Polaris afhjúpaði 2006 línuna. Eins og vænta mátti er þar ýmislegt áhugavert á ferðinni og ólíklegt annað en að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Nóg er a.m.k. úrvalið.

Þrennt má segja að beri hæst hjá Polaris fyrir árið 2006. Þar af er tvennt sem e.t.v. þarf ekki að koma á óvart, þ.e. annars vegar fleiri vélar með Cleanfire-innsprautun og hins vegar að IQ-boddýið tekur nánast yfir alla framleiðslulínuna. Það þriðja er hins vegar óvæntara en það er kynning á 135 hestafla fjórgengisvél.

Vélamálin

Polaris kynnti 900 Cleanfire-vélina í 2005 módelinu og bauð hana bæði í Fusion og RMK. Nú hefur fjölgað um helming í Cleanfire-fjölskyldunni með kynningu á nýrri 700 vél, sem reydar er nær því að vera 800, þ.e. hún er 755 cc að rúmtaki. Innspítingin mun hafa verið endurhönnuð talsvert frá upprunalegu útgáfunni. Nú sjá tveir spíssar í hvorum sílendur um að fæða vélina og sprautar annar þeirra beint inn í sílendurinn þegar vélin er á lágsnúningi. Mér vitanlega eru þetta fyrstu tvígengis-vélsleðavélarnar sem sprauta beint inn í sílendurinn. Nýja 700 vélin á að skila 138 hestöflum sem hlýtur að teljast ansi gott og 900 vélin, sem einnig er með nýju innsprautunina, eitthvað nálægt 145.

700 Fusion

Önnur ný tvígengisvél er síðan 600 cc HO vél sem byggir á 440 keppnisvélinni frá því í ár. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að breyttar reglur í snjókrossinu gera ráð fyrir að stækka vélarnar í Stock-flokki úr 440 í 600 og því má búast við því að fleiri nýjar 600 vélar líti dagsins ljós. Þessi vél um um 120 hestöfl.

En þá að fjórgengisvélunum. Þar er um tvær útgáfur að ræða sem byggja á vél sem Polaris notar í sæþotur. Í standard útgáfu skilar vélin um 50 hestöflum en með því að bæta við hana túrbínu fjölgar hestöflunum um heilan helling, eða upp í 135. Þessum sleða er stefnt gegn 600 Turbo frá Arctic Cat og verður fróðlegt að sjá hvernig honum reiðir af.

Enn betra IQ-boddý

Því verður vart á móti mælt að Polaris hafi hitt í mark með IQ-boddýinu. Eins og vera ber eru ýmsar endurbætur kynntar fyrir árið 2006. Þær virðast þó allar vera minniháttar sem sýnir að frumgerðin hafi verið vel heppnuð. En án frekari málalenginga er nú vert að snúa sér að því að líta á einstakar sleðalínur.

Fusion:

Í fyrra var IQ-boddýið kynnt með Fusion. Þá með með nýju 900 vélinni en Fusion verður einnig fáanlegur með nýju Cleanfire 700 vélinni og 600 HO fyrir 2006. Þetta eru ekta sportsleðar á hefðbundnu 121 tommu belti.

Nýja Classic línan kemur öll í IQ-boddýinu en með RMK-útfærslunni. Vélar í boði eru nýja 700 Cleanfire og báðar fjórgengisvélarnar. Þessir sleðar koma með nýrri M-10 afturfjöðrun á 128 tommu löngu belti. Eins og vera ber er Classic vel búinn, m.a. með rafstarti og speglum.
Tveggja manna ferðasleðarnir koma í sömu útfærslu og Classic, með sömu vélum en á 136 tommu belti og M-10 búkka.

Millilangir:

Polaris kynnti 900 Switchback í IQ-boddýi sem miðsvetrarmódel ekki alls fyrir löngu. Nú liggur fyrir að sleðinn verður einnig boðinn með 600 HO vélinni og sem fjórgengis Turbo. Í Switchback er blanadað saman framenda af Fusion en afturenda af RMK með það fyrur augum að til verði alhliða sleði. Beltið er 144 tommur á lengd og er aftasti hluti meiðanna sveigður upp líkt og á RMK til að bæta aksturseiginleika í hörðu færi.

RMK:

Miklar vinsældir RMK sleðanna undanfarin ár eru engin tilviljun og Polaris ætlar þeim áfram stórt hlutverk. Nú verður IQ-boddýið allsráðandi og útfærslurnar eru eftirtaldar: 900 cc með 151, 159 og 166 tommu belti; 700 cc með 144, 151 og 159 tommu belti og 600 cc HO á 144 tommu belti.

Af þessari upptalningu má sjá að úr nógu verður að velja fyrir Polarismenn næsta haust. Því er um að gera að byrja velta hlutunum fyrir sér sem fyrst.

Hvað á að kaupa?

Sleðafólk er þessa dagana á fullu að spá í hvaða sleða á að kaupa fyrir veturinn. Nú styttist líka óðum í stórsýninguna Vetrarsport 2005 á Akureyri og því er ekki úr vegi að líta aðeins á sleðaframboðið, bera saman verð og spá í bestu kaupin.

Hafa ber í huga…

Hér á eftir er rennt yfir það helsta sem er í boði frá sleðaumboðunum að þessu sinni. Strax ber að taka fram að ekki er um hávísindalegan samanburð að ræða heldur er þetta meira til gamans gert. Þá er verður að hafa í huga að þegar verið er að bera saman verð á milli tegunda er nauðsynlegt að bera einnig saman þann staðalbúnað sem fylgir, t.d. hvort rafstart og bakkgír fylgi, hvernig demparar, hvaða grófleiki af belti o.s.frv. Þá nota umboðsaðilar ýmist tommur eða metrakerfið sem mælieiningar á beltum. Hér er öllu breytt í tommur til að auðvelda samanburð en í einhverjum tilfellum getur verið um smávægilegar skekkjur að ræða. Þá geta verð hafa breyst frá því að þessir verðlistar voru birtir.

Stuttir sportsleðar – 700-1.000 cc

Stuttir kraftmiklir sleðar eru skemmtileg leiktæki og henta einnig vel í styttri ferðir. Þeir eiga sér því alltaf stóran hóp aðdáenda. Hér eru líka nýir og spennandi sleðar í boði. Fyrstan skal telja Mach Z frá Ski-doo sem kemur nú með 1.000 cc SDI vél. Ég viðurkenni fúslega að vera veikur fyrir stórum mótorum og set ekki fyrir mig þótt einhver kíló bætist við. En uppgefin þyngd á þessum sleða er þó ekki nema 236 kg. sem hlýtur að teljast vel ásættanlegt fyrir 165 hestafla tæki. Verðið er 1.448.000 kr. Nýi 900 Fusion sleðinn frá Polaris er einnig að mestu óskrifað blað enn sem komið er þar sem hann er glænýr. Hann er á fínu verði miðað við keppinautana, eða 1.249.000 kr. Enn einn nýliðinn er Lynx R-evo Rave 800 á 1.370.000 kr. sem einnig er spennandi kostur. R-evo er ekki kópía af REV-boddíinu frá Ski-doo, eins og sumir virðast halda, heldur sleði sem Lynx byggir á eigin forsendum þar sem hin rómaða fjöðrun fær að njóta sín.

Þekktari kandidatar í þessum flokki eru MXZ X frá Ski-doo (1.387 þús), F7 Sno Pro 700 frá Arctic Cat (1.299 þúsund) og RX-1 frá Yamaha. F7 er með minnstu vélina mælt í rúmsentimetrum en skilar ótrúlegu afli og hefur EFI framyfir alla hina. Einnig skartar hann nú ýmsum nýjungum í búnaði. RX-1 kemur verulega breyttur, m.a. með nýja afturfjöðrun sem nefnd hefur verið “besta afturfjöðrunin síðan M-10 búkkinn koma fram á sjónarsviðið” og sleðinn er einnig verulega léttari en í fyrra, eða 254 kg. Verðið er 1.437 þúsund fyrir sleða með rafstarti og bakkgír. Hafa ber í huga að RX-1 er í raun í sér klassa með fjórgengisvélinni.

Hvern þessara sleða myndi ég kaupa? Ég gæti sannarlega hugsað mér að eiga þá alla, enda blessunarlega laus við að trúa á eina tegund umfram aðra. Ok-margir vita að ég hef lengst af ekið á Polaris en ég er á engan hátt fastur við þá. Eftir reynsluakstur á RX-1 í fyrravetur hef ég verið mjög veikur fyrir honum, ég tala nú ekki um eftir nýjustu endurbætur. Nýi Lynxinn lítur sannarlega vel út en valið hjá mér stæði þó líkalega á milli Fusion eða Mach Z, þótt hvorugan hafi ég prófað. Fusion er á áberandi besta verðinu en Mach Z með stærstu vélina. En hér gildir eins og jafnan áður að sá á kvölina sem á völina (og þarf að borga brúsann). Enn á ný skal áréttað að hver og einn beri saman verð og staðalbúnað.

 

Sleði

Vél

Verð

Ski-doo Mach Z Adrenaline

1000 cc SDI

1.448.000

Yamaha RX-1 ER

1000 cc Fjórgengis

1.437.000

Ski-doo MXZ X

800 cc HO

1.387.000

Lynx R-evo

800 cc HO

1.370.000

Arctic Cat F7 Sno Pro

700 cc EFI

1.299.000

Polaris Fusion 50th

900 cc Clean Fire

1.268.000

Polaris Fusion F/O

900 cc  Clean Fire

1.249.000

**Athugið að bera saman verð og staðalbúnað.

Stuttir sportsleðar – 600 cc og minni

Sleðar í þessum flokki hafa e.t.v. ekki selst sérlega vel á Íslandi en hafa ýmsa kosti umfram sleða með stærri vélar. Þeir eru yfirleitt léttari og eyðslugrennri en skila engu að síður fullnægjandi afli fyrir flestar aðstæður. Hér ber þrjá sleða hæst, R-evo 600 SDI frá Lynx, GSX 600 frá Ski-doo og RS Vector ER frá Yamaha. Það er reyndar alltaf spurning hvernig á að flokka sleða og GSX er t.d. skilgreindur sem ferðasleði hjá umboðinu þótt á stuttu belti sé.

Á 1.290 þúsund er nýi Lynxinn sannarlega spennandi kostur og 600 SDI vélin hefur þegar sannað ágæti sitt. Frábær vél þar á ferðinni. Sama vél er í GSX frá Ski-doo og sá sleði kostar heldur minna, eða 1.233 þúsund. RS Vector kemur með nýrri þriggja strokka fjórgengisvél. Hann kostar 1.297 þúsund krónur og hefur lækkað um rúm 100 þúsund frá fyrsta verðlista sem gefinn var út.

En hvaða sleða myndi ég kaupa? Nú er úr vöndu að ráða enda væntanlega nokkuð ólíkir sleðar. Aflið er svipað, u.þ.b. 120 hestöfl, en R-evo og GXS eru um og 20 kg léttari en Vector og því líklega skemmtilegri leiktæki. Á móti kemur að ég er mjög spenntur að sjá hvernig nýja 120 hestafla fjórgengisvélin virkar. Lynxinn yrði samt fyrir valinu hjá mér sem stuttur sportsleði eins og ég hugsa þá skilgreiningu. Væri ég að hugsa um lengri ferðalög kæmu hinir tveir til greina en þá myndi ég hins vegar frekar velja mér sleða á lengra belti.

Sleði

Vél

Verð

Yamha RS Vector ER

973 cc fjórgengis

1.290.000

Lynx R-evo

600 cc HO SDI

1.290.000

Ski-doo GSX Limited

600 cc HO SDI

1.233.000

 

Millilangir (136-144 tommu belti)

Hér erum við komin í uppáhaldsflokkinn minn og nú er sannarlega úr nógu að velja. Byrjum á Ski-doo. Hér er val um Renagade-sleðana með 800 eða 600 vélar í nokkrum útfærslum. Eftir prófun á 600 SDI í fyrravetur get ég sannarlega mælt með þeim sleða. Frábær alhliða sleði með fínt afl. Hann kostar innan við 1.200 þúsund og einn af þeim sleðum sem ég væri spenntastur fyrir í dag. Sérstaða Renagade-línunnar flest í 16 tommu breiðu beltinu, þ.e. tommu breiðara en algengast er. Verðið er á bilinu 1.387-1.123 þúsund en fyrirfram myndi ég telja bestu kaupin í 600 HO SDI á 1.197 þúsund. Hann er 120 hestöfl og vissulega bætast 20 hestöfl við fari menn í 800 sleða. Velji menn 600 sleða munu þeir því án efa lenda í því að félaginn á 800 sleðanum fari brekkur sem þeir hafa ekki en þær verða samt ekki margar.

Á meðan Ski-doo veðjar á breiðara og styttra belti (16×136 tommur) fer Arctic Cat hina leiðina og býður mjórra belti en algengast er, þ.e. 13,5 tommu breidd. Millilanga deildin hjá þeim síðarnefndu kemur á 144 tommu löngu belti, bæði í F7 EXT (1.299 þúsund) og Sabercat 700 EXT (1.339 þúsund) útfærslu. Þetta eru spennandi sleðar enda ótrúlega spræk vél eins og fyrr er sagt. Um Sabercat og fleiri sleða í þessum flokki má segja að þá mætti einnig flokka sem ferðasleða.

Yamaha kemur sterkt inn í þennan flokk með nýju 3ja strokka fjórgengisvélina í sleða sem nefnist RS Rage. Verðið er 1.347 þúsund. Þá býðst RX-1 Warrior árg. 2004 á 1.273 þúsund. Frá Polaris er 800 og 600 Switchback í boði, auk 600 RMK. Þessir sleðar koma á 144 tommu belti og Switchback 800 kostar 1.209 þúsund, sem er mjög gott verð miðað við vélarstærð. Frá Lynx er einnig spennandi kostur í boði, 800 Adventure á 144” tommu belti og kostar 1.290 þúsund. Þetta er afar álitlegur sleði sem ég væri til í að skoða nánar.

Hvern myndi ég kaupa? Polaris Switchback er á einna besta verðinu miðað við vélarstærð, byggir á þrautreyndri hönnun og svínvirkar. Valið hjá mér myndi þó væntanlega standa á milli Ski-doo, Arctic Cat og Lynx þessum flokki. Lynx Adventure er með “hefðbundið” byggingarlag á meðan Renagade frá Ski-doo og Sabercat/F7 frá Arctic Cat koma með “nýja laginu” þar sem vélin er komin neðar og ásetan framar. Væntanlega myndi ég enda á 800 eða 600 Renegade, enda sá síðarnefndi í miklu áliti hjá mér eftir reynsluakstur sl. vetur, eins og fyrr er sagt. Úff, þetta er erfitt!

Sleði

Vél

Belti

Verð

Ski-doo MXZ Renegade X

800 ccHO RAVE

16″X136″x1,75″

1.387.000 kr.

Yamaha RS Rage

973 cc fjórgengis

15″x3465x1,25″ (32 mm)**

1.347.000 kr.

Arctic Cat Sabercat 700 EXT EFI

700 cc EFI

13,5″x144″x1″

1.339.000 kr.

Ski-doo MXZ Renegade X

600 ccHO SDI

16″x136″x1,75″

1.300.000 kr.

Arctic Cat F7 EXT EFI

700 cc EFI

13,5″x144″x1,25″

1.299.000 kr.

Lynx Adventure 800

800 cc HO

15″ x 144″x1,25″ (32mm)

1.290.000 kr.

Ski-doo MXZ Renegade

800ccHO RAVE

16″X136″x1,25″

1.282.000kr.

Polaris SWITCHBACK

800 Liberty

15″x144″x1,25″ (32 mm)

1.209.000 kr.

Ski-doo MXZ Renegade

600 ccHO SDI

16″x136″x1,25″

1.197.000 kr.

Ski-doo MXZ  Renegade

600 ccHO RAVE

16″x136″x1,25″

1.123.000 kr.

Polaris SWITCHBACK

600 cc Liberty

15″x144″x1,25″ (32 mm)

1.069.000 kr.

Polaris RMK 144

600 cc Liberty

15″x144″x1,25″ (32 mm)

1.049.000 kr.

 

Brekkubanar

Á toppnum í þessum flokki er hinn nýi Summit HM X. Hann er með stærstu vélina (1.000 cc), stærsta beltið (16×162 tommur) og hæsta verðmiðann (1.570 þúsund). Hann er því dýrasti sleðinn sem Íslendingum býðst að kaupa í vetur. Ekki síður spennandi eru nýju RMK 900 sleðarnir frá Polaris. Dýrasti sleðinn er á 166 tommu belti (1.498 þúsund) en sætti menn sig við “aðeins” 151 tommu er verðið komið ofan í 1.379 þúsund. Gaman verður að sjá nýju Polarislínuna í “action” og bíða margir spenntir. Verðið er líka hagstætt miðað við keppinautana, eins og reyndar á Polarislínunni í heild. King Cat 900 frá Arctic Cat hefur þegar sannað sig í þessum flokki og þar fá menn EFI í kaupbæti.

Nokkuð úrval er af sleðum í þessum flokki með 800 mótor og minni. Summit frá Ski-doo er á 144×16 tommu belti og kostar frá 1.233 þúsund og rúm 1.100 þúsund með 600 vél.. Þegar hefur verið sagt frá Polaris RMK/Switcback sem raunar mætti eins flokka hér og sama er með Adventure frá Lynx.. Yamaha býður fram RS Vector MM á 151 tommu belti með nýju 3ja strokka fjórgengisvélinni. Hann ætti að skila sér svipað og 600 sleðar keppinautanna og kostar 1.297 þúsund.

Ein stærstu tíðindin í þessum flokki er síðan nýja M-línan frá Arctic Cat. Þar er ekki boðin stærri vél en 700, sem sumir kunna að setja fyrir sig, en hún ætti nú að duga í flestum tilvikum og vel það. Þetta eru spennandi sleðar, sérlega léttbyggðir og sprækir með EFI. Nýja línan hefur fengið mjög góða dóma og M7 var kjörinn sleði ársins 2005 af Snow Goer tímaritinu. Val er um þrjár beltislengdir: 141 tomma á 1.279 þúsund, 153 tommur á á 1.309 þúsund og 162 tommur á 1.459 þúsund.

Hvern myndi ég kaupa? Ég get sagt ykkur að nú vandast valið fyrir alvöru. Ætti ég nóga peninga færi ég væntanlega í 1.000 Summit, 900 RMK á 166 tommu belti eða M7 á 162”. Einna spenntastur væri ég satt best að segja fyrir að prófa M7.

 

Sleði

Vél

Belti

Verð

Ski-doo Summit HM X

1000 cc SDI

16″X162″X2.25″

1.570.000 kr.

Polaris 900 RMK 166 F/O

900 cc Clean Fire

15″x166″x2,4″

1.498.000 kr.

Arctic Cat M7 162″

700 cc EFI

15″x162″2,25″

1.459.000 kr.

Polaris 900 RMK 159 F/O

900 cc Clean Fire

15″x404x2,4″

1.419.000 kr.

Polaris 900 RMK 151 50th

900 cc Clean Fire

15″x384x2,4″

1.399.000 kr.

Polaris 900 RMK 151 F/O

900 cc Clean Fire

15″x384x2,4″

1.379.000 kr.

Ski-doo Summit X

800 cc HO RAVE

16″x144″x2″

1.313.000 kr.

Arctic Cat M7 153″

700 cc EFI

15″x153″2,25″

1.309.000 kr.

Yamaha RS Vector MM

973 cc fjórgengis

15″x151″x2″

1.297.000 kr.

Arctic Cat M7 141″

700 cc EFI

15″x141″2,25″

1.279.000 kr.

Ski-doo Summit Adrenaline

800 cc HO RAVE

16″x144″x2″

1.233.000 kr.

Ski-doo Summit Adrenaline

600 cc HO RAVE

16″x144″x2″

1.104.000 kr.

 

Lúxus ferðasleðar

Ég þyrfti ekki að hugsa mig lengi um ef ég ætlaði að kaupa sleða í þessum flokki. Ég myndi smella mér á fjórgengissleða. Álitlegastur að mínu mati er hinn nýi Yamaha Venture á 144 eða 151 tommu belti og 3ja strokka, 120 hestafla fjórgengisvél. Ekki spurning. Verðið er reyndar 1.397 þúsund. Nýi Ski-doo GTX 800 er á svipuðu verði og með öflugri vél en tvígengis.

Annar álitlegur í fjórgengisflokknum er T660 Turbo Touring frá Arctic Cat (110 hestöfl). Aðrir sleðar í ferðageiranum höfða síður til mín, fínir sleðar að vísu og sumir kunnuglegir frá fyrri árum.

 

Sleði

Vél

Belti

Verð

Lynx Sport Touring V-1000

1000cc 4-gengis

15″x144″x1,25″

1.490.000 kr.

Yamaha RS Venture TF

973 cc fjórgengis

15″x151″x1,25″

1.397.000 kr.

Ski-doo GTX Limited

800 cc HO RAVE

15″x136″x0,9″

1.392.000 kr.

Yamaha RS Venture

973 cc fjórgengis

15″x144″x1,25″

1.379.000 kr.

Arctic Cat Sabercat 700 EXT EFI

700 cc EFI

13,5″x144″x1″

1.339.000 kr.

Ski-doo GTX Limited

600 cc HO SDI

15″x136″x0,9″

1.306.000 kr.

Polaris 800 EDGE TOURING

800 cc Liberty

15″x136″x1″

1.299.000 kr.

Lynx Sport Touring 600

600 cc HO SDI

15″x144″x1,25″

1.290.000 kr.

Ski-doo Legend GTSport V-2

1000 cc 4-gengis

15″x136″x0,9″

1.239.000 kr.

Ski-doo GTX Sport

600 ccHO SDI

15″x136″x0,9″

1.196.000 kr.

Polaris 600 EDGE TOURING

800 cc Liberty

15″x136″x1″

1.078.000 kr.

 

Að lokum

Hér hafa alls ekki verið nefndir allir sleðar sem boðnir eru á íslenska markaðinum, hvað þá allir sem framleiðendurnir bjóða. Hjá Lynx er t.d. hægt að fá áhugaverða sleða í minni kantinum og einnig sannkallaða vinnuþjarka. Sama er hjá öðrum umboðum. Eina ráðið er að sökkva sér ofan í bæklinga og verðlista og skoða síðan hvað er til í veskinu. Benda má á að Evró, og Gísli Jónsson hf. eru með ágætis upplýsingar á heimasíðum sínum. Látum þetta duga í bili.

Sýning og árshátíð gengu vel

Vetrarsport 2004 og árshátíð vélsleðamanna í Sjallanum um helgina tókust vel. Aðsókn á sýninguna í Íþróttahöllina var ágæt og aðsókn á árshátíðina sló öll fyrri met. Þar fór Ómar Ragnarsson á kostum eins og við var að búast og góður rómur var gerður að þeim skemmtiatriðum sem í boði voru. Myndir frá sýningunni eru hér að neðan.

Aukinn og endurbættur Polaris 2004

Þetta verður ár endurbóta en ekki mikilla nýjunga hjá Polaris. Það var ljóst eftir að 2004 árgerðin var kynnt fyrir blaðamönnum vetsanhafs nú í vikunni. Vonbrigði segja sumir en þó er e.t.v. réttara að segja að Polarismenn séu trúir þeirri stefnu sinni að stökkbreytingar séu ekki vænlegar til árangurs í vélsleðabransanum.

Og hver getur líka með góðri samvisku haldið því fram að þetta sé röng stefna. Höfum í huga að enginn framleiðir fleiri sleða árlega en Polaris og enginn býður jafn fjölbreytt úrval sleða, alls 39 mismunandi módel. Er það ekki einmitt þessi árangur sem telur þegar öllu er á botninn hvolft.

Þrátt fyrir hið mikla úrval eru ýmsir grunnþættir sameiginlegir. T.d. eru allar 500, 600, 700 og 800 Polaris-vélarnar útbúnar með hinum sniðuga búanði sem snýr kveikjunni við, þ.e. með rafrænum “bakkgír” og endurbættu kælikerfi sem eykur kæligetuna um allt að 40%. Stærri vélarnar eru einnig með búnaði sem seinkar kveikjunni ef vélin hitnar of mikið. Allir sleðar með Polarisvélum fá nýja gerð af kúplingu. Raunar eru aðeins örfáir sleðar sem enn eru með Fuiji-vélar og síðan er Frontier með fjórgengisvél áfram í boði. Nánast allir sleðar fá einnig nýja og öfluga bremsu. Ný gerð af belti kemur á nokkra sleða og þannig mætti áfram telja.

En lítum þá á sleðana og byrjum á Pro X línunni sem fyrst var kynnt í fyrra. Þar eru 8 módel í boði með mismunandi vélarstærðum. Þeir sem eru fyrir mestu átökin renna eflaust hýru auga til Pro X2 en hann er með sæti svipað og keppnissleðinn, öflugri dempara o.fl. Fyrir þá allra villtustu er síðan Pro XR sem er í raun 440 keppnissleðinn með 800 vél!

Næsti flokkur kallast XC SP og þar eru þrjár vélarstærðir í boði, 600, 700 og 800. Þetta eru vel búnir sleðar með góða akstureiginleika og ættu að uppfylla þarfir allra “venjulegra” ökumanna. Ný gerð af sæti og afturljósi er kynnt á þessum sleðum og gefur forsmekkinn af því sem kemur á næsta ári á öðrum sleðum, ef að líkum lætur.

Millilangir sleðar á 136″ belti hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Polaris hefur boðið SKS í þessum flokki en nú hefur hann fengið nýtt nafn, Switchback, og er kominn á 144″ belti. Þetta er blanda af góðum aksturssleða og sleða sem hentar í púðrið og mun án efa seljast vel.

Í ferðageiranum eru tvær línur í gangi, Classic, sem er geysilega vel búinn sleði með einföldu sæti og stuttu belti og tveggja manna sleðarnir koma á 136″ belti og kallast EDGE Touring. Ýmsar vélarstærðir eru í boði, allt frá 340 loftkældum upp í hina öflugu 800 vél. Loks eru það RMK púðursleðarnir. Í þeim er nú að finna ýmsilegt af því sem kynnt var í Vertical Escape í fyrra en hann var eins og menn muna valinn sleði ársins.

Sem fyrr segir kann sumum að þykja full lítið af nýjungum hjá Polaris þetta árið en þær eru þó ýmsar ef betur er að gáð og rakið var hér að framan. Gleymum heldur ekki að 2005 eru merk tímamót hjá Polaris en þá munu menn fagna því að hálf öld verður liðin frá upphafi fyrirtækisins. E.t.v. er stærri tíðinda að vænta þá.