Viðurkenningar á Vetrarsport

Undanfarin hafa verið veittar viðurkenningar fyrir áhugaverða sleða og bása á Vetrarsportsýningunni. Svo er einnig í ár þótt með örlítið breyttu sniði sé. Síðustu ár hefur verið tilkynnt um valið á árshátíðinni á laugardagskvöldið en í ár var ákveðið að lofa sýningunni að líða áður en valið væri gert opinbert.

Varðandi val á sleðum sýningarinnar hefur verið stuðst við þá vinnureglu að horfa eingöngu til óbreyttra sleða eins og þeir koma frá verksmiðjunni, m.ö.o. að velja ekki sleða sem er búið að setja í aukabúnað til að auka afl og þá heldur ekki sleða með aukabúnaði til ferðalaga. Einnig hefur helst verið horft til nýrra módela af sleðum, þ.e. sleða sem eru að koma nýir á markað.

Líkt og undanfarin ár eru viðurkenningarnar þrjár.

vetrarsport07 0841. Athyglisverðasti nýi sleðinn:
Fyrir valinu að þessu sinni varð Ski-doo MX Z. Í rökstuðningi dómnefndar segir að hér sé einn mest seldi sleði síðustu ára kominn nýr frá grunni. Nýtt boddí þar sem eru stigin áður óþekkt skref við hönnun og smíði á vélsleðum með léttleikan er í fyrirrúmi. Þá má benda á að hann var nýlega valinn sleði ársins hjá tveimur af stærstu útgefendum sleðatímarita í Bandaríkjunum, Snow-Goer og American Snowmobiler.
vetrarsport07 0482. Verklegasti sleðinn:
Fyrir valinu að þessu sinni varð hinn nýi Polaris Dragon 800 RMK. Í rökstuðningi fyrir valinu segir að hér sé kominn nýr sleði frá Polaris með nýjum mótor sem miklar vonir séu bundnar við. Sannarlega einn öflugasti fjöldaframleiddi sleðinn á markaðinum og hefur verið að fá mjög góða dóma hjá reynsluökumönnum erlendis.
3. Viðurkenning fyrir vel útfærðan sýningarbás:
vetrarsport07 056Aldrei verið jafn erfitt að gera upp á milli sýnenda og nú enda virðist þeir stöðugt tilbúnir að leggja meira í sýninguna. Niðurstaðan er glæsilegasta Vetrarsportsýning frá upphafi. Dómnefnd komst að lokum að þeirri niðurstöðu að viðurkenningin í ár skyldi koma í hlut K2 Mótorsport / Ellingsen. Bás þeirra var stór og fjölbreyttur, vel upp settur með miklu vöruúrvali.
Til gamans fylgja hér með niðurstöður úr vali síðustu ára.

Í fyrra (nóvember 2006):
M1000 frá Arctic Cat viðurkenningu sem verklegasti sleði sýningarinnar, Yamaha Phazer fékk viðurkenningu sem athyglisverðasti nýi sleðinn og Icehobby fékk viðurkenningu fyrir áhugaverðan sýningarbás.

Í hittifyrra (nóvember 2005):
Fallegasti ferðasleðinn var valinn Ski-doo GTX 600, verklegasti sleði sýningarinnar var valinn Arctic Cat M7 og Toyota á Akureyri fékk viðurkenningu fyrir vel útfærðan sýningarbás.

Árið þar áður (nóvember 2004):
Fallegasti ferðasleðinn var valinn Yamaha RS Venture, verklegasti sleði sýningarinnar var valinn Polaris RMK 900 166” og viðurkenningu fyrir vel útfærðan sýningarbás fékk Siggi Bald í Motul.

Árið þar áður (nóvember 2003):
Yamaha Venture var valinn fallegasti ferðasleði sýningarinnar, Arctic Cat King Cat 900 var valinn verklegasti sleðinn, Toyota á Akureyri fékk viðurkenningu fyrir vel útfærðan sýningarbás.

Myndir frá Vetrarsport

Vetrarsportið um helgina tókst vel í alla staði og var sýnignin sennilega sú glæsilegasta frá upphafi. Var gaman að sjá hvað margir sýnendur lögðu metnað í sýningarbása sína og var heildaryfirbragð sýningarinnar stórglæsilegt. Fjölbreytnin var líka í fyrirrúmi þótt sleðarnir séu alltaf í forgrunni. Árshátíðin í Sjallanum tókst ekki síður vel. Margir munu hafa saknað þess að ekki var tilkynnt um val á sleðum og bás sýningarinnar en þeim til huggunar þá fór slíkt val fram á vegum sýningarstjórnar eins og verið hefur og mun verða tilkynnt um úrslit á morgun, mánudag. Aðstoðarljósmyndari var Alída Milla Möller Gautadóttir, 6. ára, sem m.a. myndaði allt bleikt sem hún sá.

 

Snjóalög könnuð og haustverk kláruð

Í gær var fallegt veður og sumir drifu sig til fjalla. Smári Sig. Sendi eftirfarandi. “Skutumst á fjöll svona til að klára verkefnin fyrir veturinn, þ.e. að taka vegriðin af brúnni yfir Skjálfandafljót. Í för voru Smári Sig., Maggi Arnars. og Sigurgeir. Lítill sem enginn snjór var á Eyjafjarðardal en þegar upp var komið var bara flottur grunnur kominn og þegar við vorum komnir inn fyrir afleggjarann í Landakot var hægt að taka stefnuna beint á Sandbúðir. Grjóthart undirlag en aðeins nýsnævi í driftum hér og þar, alveg magnað jeppafæri í flottu veðri en köldu. Austan Sandbúða minnkar sjórinn aldeilis, nánast orðið snjólaust við Skjálfandafljót og rétt svona grátt í rót inn við Gæsavötn.”

Glaðir og grænir hjá Icehobby

Icehobby kynnti 2008 árgerðina af Arctic Cat í gærkvöld. Eins og við var að búast létu viðbrögðin ekki á sér standa og fjölmenntu Eyfirðingar og nærsveitamenn til að líta á gripina. Þá hefur græni drykkurinn góði væntanlega ekki dregið úr aðsókninni. Ekki var annað að sjá en mannskapurinn semmti sér vel, enda varla annað hægt þegar menn eru að skoða nýja dótið í fyrsta sinn.

Margt um manninn hjá Motormax á Akureyri

Fjölmenni var við kynningu hjá Motormax á Akureyri í gærkvöld þar sem sjá mátti það nýjasta frá Yamaha og Ski-doo. Mest spennan var að sjálfsögðu í kringum nýja Nytro-sleðann frá Yamaha og nýju Ski-doo línuna, en til sýnis voru bæði Summit og 600 MXZ. Greinilegt er að sleðamenn kunna vel að meta að fá tækifæri til að hittast og spjalla á meðan beðið er eftir því að vertíðin hefjist af alvöru. Motormax hefur komið sér vel fyrir í húsnæði við Njarðarnes 4 þar sem þeir Hóla Palli og Hörri muni ráða ríkjum í vetur.

 

Sleðamessa og sýningar um síðustu helgi

Um liðna helgi var ýmislegt á dagskránni hjá sleðamönnum. Þannig voru sýningar bæði á Arctic Cat og hjá Mótormax, þar sem sjá mátti það nýjasta frá Ski-doo og Yamaha. Í Garðabæ var síðan haldin árleg sleðamenna Landsbjargar. Á sleðamessum hittast sleðaflokkar björgunarsveitanna með það að markmiði að auka þekkingu sína og stilla saman strengina. Auk fróðlegra fyrirlestra var að þessu sinni á dagskránni meðal annars kynning á hnéspelkum, en það er öryggisbúnaður sem sleðamenn eru farnir að gefa meiri gaum. Lexi kynnti sleðaskólann og ýmislegt fleira var gert. Maggi Arnars tók nokkrar myndir, bæði á sleðamessunni og sýningu hjá Mótormax.

Rjúpnabrekkujökull hopar um 26 m

Rjupnabrekka07_2Um helgina var farin ein ferð í Gæsavötn með bensín. Nokkur undanfarin ár hefur Smári Sig. einnig séð um að mæla sporð Rjúpnabrekkujökuls og fóru þeir í það verk á sunnudaginn í frábæru veðri. “Þetta verður alltaf lengri lengri og lengri göngutúr enda hopar jökullinn á hverju ári. Nú hafði hann hopað um 26 m frá í fyrra,” skrifar Smári. Á myndinni má sjá hvað jökullinn hefur hopað frá því í fyrra.

Baráttuferð 1. maí

Smári Sig., Haukur Stefáns., Maggi Arnars. og Birgir fóru þann 1. maí frá Hlíðarfjalli, um Glerárdal og Skjóldal, þaðan sem brúnirnar voru þræddar inn á Nýjabæjarfjall. Ekki var látið staðar numið fyrr en í Laugafelli. Þetta er mögnuð leið en aðeins fær í góðu veðri, eins og sannarlega var þennan dag. Myndirnar tók Smári í ferðinni.

Hitavelluhelgin mikla

Það var meginlandsloftslag norðan heiða um helgina og margir á sleða í geggjaðri blíðu. Smári Sig. var á ferðinni bæði laugardag og sunnudag og tók meðfylgjandi myndir.

Botnlaust púður í Kverkfjöllum

Þótt veðrið upp á síðkastið hafi ekki verið öllum að skapi er ljóst að sleðamenn geta bara verið kátir með ástandið til fjalla. Smári Sig. og fleiri fóru af Vaðlaheiði í Laugafell og þaðan í Nýjadal, um Mjóháls í Snapadal, Rjúpnabrekkujökul, Kistufell, Dyngjujökul og í Kverkfjöll, þar sem í heiti lækurinn í Hveradal var notaður. Nógur snjór var á svæðinu og botnlaust púður í Kverkfjöllum. Smári sendi ferðasögu og myndir.

Við áttum hreint alveg magnaðan túr um Hvítasunnuna. Farið var um Vaðlaheiði suður um Gönguskarð þar var nýsnævið sem bjargaði því sem bjargað varð. Sunnan við Gönguskarð er bara eins og jökull, alla vega suður fyrir Skjónufell og í Landakot. Rennislétt og hægt að láta fákana sýna hvað í þeim býr.

Eftir að hafa tankað í Laugafelli bættust þrír félagar okkar úr Súlum í hópinn og var stefnan tekin austur á bóginn. Töluverðir þræðingar voru til að byrja með en austan við Háöldur fór snjórinn að aukast og þegar komið var austur fyrir Bergvatnskvísl var stefnt lengra suður á bóginn, yfir Vegamótavatn og síðan upp Jökuldalsána og í Nýjadal. Þar er nægur snjór. Eftir eina samloku og kaffi var stefnan tekin suður fyrir Jökuldalinn, upp Mjóhálsinn og niður í Snapadal í Vonarskarði. Feikna skemmtilega leið. Nægur snjór var í Vonarskarði og þar, eins og víða annarstaðar, nýsnævið sem bjargaði túrnum. Úr Vonarskarði lá leiðin upp að rótum Bárðarbungu og svo þvert yfir Rjúpnabrekkujökulinn, yfir á Dyngjujökul og svo niður ágætar snjólænur niður í Gæsavötn.

Á mánudag var dagur tekinn í “fyrra fallinu”. Straujað austur með jökuljaðri allt í Kistufell og tekin einn útsýnishringur upp á topp. Þá lá leiðin í Kverkfjöll þar sem púðrið tók völdin. Þar var a.m.k ekki jeppafæri nema fyrir mjög þolinmóða bílstjóra. Eftir hefðbundnar myndatökur og töluverðar festur var áveðið að skella sér í bað í heita læknum. Sporuðum við niður Löngufönn að hluta og stungum okkur síðan milli kletta niður í Kverkina og þvert austur yfir hana. Eins og venjulega er það “rússibana” leið í lækinn. En nú bar svo við að lækurinn var vart baðfær sökum hita. Ógjörningur var að liggja þar og hvíla lúin bein, heldur þurfti spígsporað á bakkanum og sólin látin baka kroppinn, enda veður til þess.

Þá vara eftir að koma sér upp á jökul aftur. Við reyndum við Kverkina en sérum frá. Þar liggur svo mikið nýsnævi að ógjörningur er að sjá hvar og hvernig sprungurnar liggja. Því var farið yfir jökulsporðinn og beint upp Löngufönn, þar sem menn hitunuðu mis mikið og festu sig mis oft. Þar fór baðið fyrir lítið. Þegar upp var komið var kominn tími að huga að heimferð. Var það að mestu leyti sama leið nema hvað farið var yfir Tungnafellsjökulinn við Stakfellið, niður nyrðri Hagajökul og fylgt árfarvegi Hagakvíslar vestur að Fjórðungakvísl þar sem við komum inn á gömlu slóðina okkar. Á Vaðlaheiði vorum við komnir rétt að ganga tíu.

Púður á Glerárdal

Þeir sem drifu sig á sleða um og eftir helgina náðu margir fínu púðri. Þannig var staðan t.d. á Glerárdal ofan Akureyrar og á þessum myndum Smára Sig. má sjá að það hefur verið gaman að vera til.

 

Margir á sleða um helgina

Mikil umferð sleðamanna var víða um land um helgina. Í Kerlingarfjöllum var sleðamót á vegum EY-LÍV og þangað fóru hópar bæði að norðan og sunnan. Á sunnudaginn var gríðarlega fallegt veður í Eyjafirði og tugir ef ekki hundruð sleðamanna tóku stefnuna út í Kaldbak og Fjörður. Smári Sig. og fleiri renndu um helgina í Gæsavörn og víðar og eru myndir úr þeirri ferð hér að neðan.

Ýlurnar sönnuðu gildi sitt

Snjóflóðaýlur eru ómissandi öryggistæki allra vélsleðamanna og sönnuðu gildi sitt í dag þegar vélsleðamaður lennti í snjóflóði í Hlíðarfjalli. Félagar mannsins, en þeir voru 9 saman, höfðu fundið hann, grafið upp og hafið lífgunartilraunir á aðeins nokkrum mínútum. Maðurinn sem lenti í snjóflóðinu er á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Meðfylgjandi myndir voru teknar á staðnum í dag.

 

Snjóalög á norðanverðu hálendinu

Sér niður Eyjafjörð.

Sér niður Eyjafjörð.

Jeppamenn úr Eyjafirði drifu sig á fjöll um helgina, enda ekki flókið að brenna upp nýja Vatnahjallaveginn. Smári Sig. sendi ferðasögu.

Fórum á laugardagsmorgun upp nýja Vatnahjallaveginn upp í Hafrárdal. Þar er lítill snjór en vandalaust að finna lænur og bruna upp að vörðunni við Sankti Pétur. Það er bara gott jeppafæri í Bergland og reyndar alveg í Laugafell.

Eitthvað hefur gengið á í leysingunum á dögunum því klakar og hröngl voru langt upp á bakkana við vaðið á Bergvatnskvíslinni og ekki gjörningur að fara þar yfir. Vandalaust að sprautast yfir í Gæsavötn og færið fyrir jeppa gott.

Á heimleið var farið um Sandbúðir og Galtaból í Laugafell. Þá var tekinn hringur í Landakot, Bergland svona rétt til að athuga með skálana. Nægur snjór er í Galdtabóli og Landakoti og greinilegt að þar hefur ekki hlánað neitt að ráði á dögunum. Byrjað var að snjóa á sunnudagsmorgninum austan við Sandbúðir svo eitthvað bætir á þessa vikuna. Það hafur oft verið svartara á þessum árstíma.