Í júlí árið 1966 komu nokkrir vinir saman og lögðu fyrstu drög að stofnun vélsleðafélags sem þeir seinna gáfu nafnið Snow-Barons. Haustið eftir ákváðu þeir að reyna með sér í spyrnukepppni og þar með var hafin vegferð sem stendur enn þann dag í dag. Engum sögum fer af tímunum sem náðust, enda tækin í þá daga ansi frábrugðin sleðum nútúmans. En þetta uppátæki þróaðist í að verða stærsti viðburðurinn í sleðaheiminum ár hvert og „formlegt upphaf vetrarins“ eins og eru einkennisorð Haydays í dag.
Heimsókn á Haydays hefur lengi verið á óskalistanum og því var eiginlega ekki annað hægt en láta verða af því á 50 ára afmæli viðburðarins, haustið 2016. Svo heppilega vill til að einkasonurinn er einnig forfallinn sleðaáhugamaður, hvernig svo sem það hefur atvikast. Hann féllst því á að veita föður sínum félagsskap í ferðinni og það án þess að beita þyrfti fortölum sem heitir.
Sem fyrr segir byrjaði Haydays sem spyrnukeppni og hún leikur enn verulegt hlutverk, þótt í raun séu aðrir þættir sem miklu frekar draga fólk að og aðrar keppnisgreinar sem fá meira áhorf. Þróunin hefur orðið sú að í raun er orðin skyldumæting fyrir alla sem á annað borð vilja láta taka sig alvarlega í sleðaheiminum – sleðaframleiðendur, aukahlutafyrirtæki, fataframleiðendur, keppnisliðin o.fl. o.fl. Að auki er svo hið risastóra „Swap-meet“ þar sem hinir aðskiljanlegustu aðilar mæta með notaða hluti og nýja, jafnvel bara það sem kom fram í dagsljósið við síðustu tiltekt í bílskúrnum. Þarna ægir því öllu saman í bókstaflegri merkingu, þannig að úr verður viðburður sem á engan sinn líka.
Á hverju ári er síðan reynt að vera með sérstakan viðburð sem trekkir að og í ár var það risastökk goðsagnarinnar Levi Lavalle sem vippað sér án vandræða rúma 60 metra, enda á hann reyndar að baki ca. helmingri lengra stökk á vélsleða yfir höfnina í San Diego.
Að sjálfsögðu blómstra viðskiptin, bæði með notað og nýtt, og á tíðum hægt að gera ansi góð kaup samanborið við búðarverð á Íslandi. Fyrir Íslendinga er afar einfalt að heimsækja Haydays. Icelandair flýgur til Mineapolis og þaðan er innan við klukkutíma akstur á svæðið. Ágætt er að gista inni í Minneapolis, því þótt borgin verið seint talin sú skemmtilegasta í Bandaríkjunum þá er óvíða hagstæðara að versla.
Hér að neðan fylgja svo nokkrar myndir úr ferðinni.
Maður þarf sæmilegt ökutæki til að ferðast um vegi í USA.
Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að gera vel við sig í sleðaferðum og Hilton í Minneapolis fór vel með okkur.
Meðal fyrstu viðkomustaða var ERX-Motorpoark en þar koma flest snjókrossliðin saman til að æfa fyrir vertíðina.
Ford Ranger eigandanum fannst ekki slæmt að sjá alvöru vinnuhest að störfum á brautinni.
Snjókrossbrautin bíður eftir að kólni í veðri.
Höfuðstöðvar Carlson mótorsport eru við brautina en það keppir á Polaris bæði í snjókross og terrakross.
Ljómandi aðstaða.
Það fyrsta sem sést þegar menn nálgast Haydays eru raðir af pikkupum um öll tún.
Sumir fara rúmlega alla leið í skrautinu.
Mættir og búnir að finna stæði en bílastæðin taka yfir öll nálæg tún og akra.
Það er margt annað en sleðar á Haydays.
Breytingar teknar alla leið.
😉
Lítur sterklega út.
Laglegur Chevrolet.
Eitthvað hefur bæst við af hestöflum í þennan Polaris.
Skins býður upp á þetta áhugaverða boddý á Arctic Cat.
Trukkar keppnisliðanna eru hrikaleg verkfæri.
Þessi er fyrir toppökumenn Polaris.
Kattarútgerð.
Alvöru.
Nokkrar millur hér.
Trukkarnir eru svo lækkaðir niður þannig að enginn þurfi að príla 😉
Ski-doo lið.
Valgeir áhugasamur um nýja IQ-inn.
Nýr Polaris IQ en sleðaframleiðendur afhjúpa keppnissleða komandi vertíðar jafnan á Haydays.
Valgeir skoðar keppnissleða Ross Martin.
Sleði Ross Martin.
Levi Lavalle ekur þessum.
Áhugaverð útfærsla en á þessum keppir Alex Hetteen í I-500 mótaröðinni.
Líklega ísaksursgræja.
Menn þreytast seint á að reyna að búa til búkka með betri fjöðrun en framleiðendurnir sjálfir.
Polaris með þó nokkrum uppfærslum.
Áhugavert fjaðrandi sæti.
Terrakross keppnin vakti mikla athygli enda atgangurinn svaðalegur.
Tekið á’ðí.
Svona líta þeir út inn við beinið.
Nýr Ski-doo með aukaafli.
Nýi Yamaha-mótorinn, 204 hestöfl með túrbó, kraftmesti mótor í fjöldaframleiddum sleða í dag.
Nýr 204 hestafla Yamaha Sidevinder.
Arctic-Cat var með flott sýningarsvæði.
Kettir í röðum.
Nýi einskíðungurinn frá Arctic Cat fékk mikla athygli.
Goðsögnin Tucker Hibbert í yfirstærð gnæfði yfir Arctic Cat svæðinu.
Og að sjálfsögðu var karlinn sjálfur á svæðinu 😉
Nýi keppinskötturinn.
Þessi bátur mokast líklega eitthvað áfram.
Höfuðstöðvar Snow Barons sleðaklúbbsins sem heldur Haydays eru á sýningarsvæðinu.
Valgeir var til í að taka þennan með heim.
Karlinum leist ekki illa á Skídann.
Bílaflotar svo langt sem augað eygir.
Tugþúsundir gesa heimsækja Heydays ár hvert.
Bílalyftur geta vel virkað út túni, ef veðrið er gott 😉
Aðeins uppfærður 😉
Laglega tjúnnaður Polaris.
Sýningaratriðin trekkja alltaf að.
Backflip á hjóli
Það eru rúm 10 ár síðan Jimmmy Blaze heillaði áhorfendur á Haydays með backflip á Yamaha Nytro og síðan er þetta standard atriði.
Pro Lite var að sjálfsögðu á svæðinu.
Ágæt lausn ef geyma þarf bensín í miklu magni. Allt upp í 70-80 lítra kútar.
Alvöru buggy.
Beðið eftir stökki Levi Lavalle.
Á swap meet kennir margra grasa.
Varahlutir í Ski-doo.
Vantar þig stífu?
Nokkrar flækjur.
Nýi sleðinn hans Chris Burant. Þeir sem dást að leikni hans mættu líka hafa í huga að það er varla ein skrúfa í þessum sleða sem ekki er sérsmíðuð.
Allt sérmíðað, líka tankurinn.
Fínt að renna í Laugafell á þessum.
Klár í torfæruna?
Þessi Lamborghini var á svæðinu.
Feykigaman var að skoða sýningarsvæði með gömlum keppnissleðum.
Alvöru dragster.
Árgerð óviss.
Þessi var upphaflega á tveimur beltum.
Virðist vera með tvo mótora.
Áhugaverð tæki.
Hér er fínt skjól.
Gamall Lynx.
Þessi var til sölu en þarfnast smá viðhalds 😉
Vorum að sjálfsögðu með síðustu mönnum til að yfirgefa Haydays 🙂