Vetrarsport 2015

Helgina 28.-29. nóvember verður sleðaveisla á Akureyri með hinni árlegu Vetrarsportsýningu og árshátíð sleðamanna. Sem kunnugt er þá var ákveðið í fyrra að halda þessa hátíð til skiptis sunnan og norðan heiða og sameina þannig sleðafólk af öllu landinu. Fyrir sunnlendinga eru ýmis tilboð á flugi og gistingu í samráði við LÍV Reykjavík. Miðar á árshátíðina verða seldir í Storm í Reykjavík og Motul á Akureyri. Athugið að nauðsynlegt er að tryggja sér miða áður en það verður uppselt.

Nánari dagskrá og upplýsingar á http://www.liv.is.

Leave a comment