Vorferð EY-LÍV 2015

Fín þátttaka var í vorferð EY-LÍV sem farin var í dag í ágætu veðri og vorfæri. Lagt var upp frá Grenivík, ekið inn Grenjárdalinn og Trölladalinn, yfir á Leirdalsheiði og svo yfir fjöllin að Heiðarhúsum á Flateyjardal. Sama leið til baka með mismunandi mörgum stoppum í giljum og brekkum. Sem sagt fínn dagur í góðum félagsskap.

Leave a comment