Yamaha Nytro turbo sleðanum hans Gunna Garðars var stolið um helgina úr læstri girðingu við Óseyri á Akureyri. Klippt var gat á öryggisgirðingu til að ná sleðanum út. Sleðinn er auðþekkjanlegur, með turbínu, breyttum klöfum að fram og vönduðum dempurum með forðabúri. Sá eini sinnar tegundar á landinu. Tökum höndum saman og látum lögreglu vita ef við verðum einhvers vör.