Sleðamenn fjölmenntu á opið hús hjá Cobolt á Akureyri síðastliðið föstudagskvöld. Gauti Möller og félagar hafa líka mörgum sleðamanninnum þjónað í gegnum árin, bæði með viðgerðir og sölu á hinu ýmsasta sleðadóti og viðskiptavinahópurinn því stór. M.a. var hægt að berja augum nokkra glænýja sleða af ýmsum tegundum, s.s. Polaris Axys Switchback, Ski-doo í T3-útfærslu og túrbínuvæddan Yamaha Viper. Án efa hafa verið rifjaðar upp fjölmargar sögur, bæði gamlar og nýjar og ekki annað að sjá en menn skemmtu sér konunglega. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá kvöldinu.







