Birtustundir á þessum árstíma eru hvorki langar né margar og því nauðsynlegt að grípa þá glugga sem gefast. Eftir snjókomu liðina vikna þarf ekki að fara langt til að komast á sleða og Glerárdalurinn lofaði góðu þegar birta tók af degi.
Skörð í flokknum
Fimm karlar mættir helspenntir upp við hitaveituskúr um það bil sem ratljóst var orðið. Fremstur í flokki var auðvitað Ingólfur bakari á glænýrri kanadískri græju sem beinlínis lýsti af í skammdegishúminu. Aðrir urðu að láta sér gömlu tuggurnar duga. Varla var þó hægt að telja flokkinn fullskipaðann þar sem nokkra fastameðlimi vantaði. Afsakanir voru mis góðar, einn vantaði t.d. starfhæf lungu en annar var á leiðinni í bíltúr. Þanning var nú það.
Hafði öllu gleymt – eða hvað…?
Smári þóttist hafa öllu gleymt frá fyrra vetri, sagist mundi keyra bæði hægt og varlega, en gamlir taktir virtust þó rifjast upp furðu fljótt. Gunni Garðars sigldi lygnan sjó á sínum túrbóvædda Nytro en sá reyndar félögunum fyrir smá líkamsrækt inn á milli. Unglingurinn lét ekki sitt eftir liggja þótt bæði beltistommur og vélarkúbik væru undir meðaltali ferðarinnar. Vildi meina að þetta ylti hvort sem er mest á karlinum sem héldi um stýrið og gjöfina.
Lofar bara góðu
Snjóalög voru nokkuð misjöfn, eins og við var að búast eftir hvassviðrin sem hafa geysað. Heilt yfir lofa þó dalurinn og nærsveitir bara góðu. Farið var upp Lambárdal og yfir öxlina niður Lamba, með viðkomu í ýmsum brekkum og giljum. Neðri leiðin til baka niður á Súlumýrar og góður dagur að baki.
- Allir að dást að nýja Ski-doonum. Smári, Ingólfur, Gunni Garðars og Valgeir.
- Smá pása eftir brekkuæfingar í Lambárdal.
- Komið niður að Lamba.


