Vetrarlíf í Garðabæ um helgina

vetrarlif14Sem kunnugt er var ákveðið að halda sýningu og árshátíð til skiptis sunnan og norðan heiða, þ.e. annað árið fyrir sunnan og hitt fyrir norðan. Nú er komið að LÍV-Reykjavík að spreyta sig og sýningin Vetrarlíf verður haldin um komandi helgi,  29.-30. nóvember, og árshátíð á laugardagskvöldinu. Sýningin er í Kauptúni í Garðabæ, á móti IKEA. Opið verður kl 10-17:30 á laugardag og 11-17 á sunnudag.

Án efa verður öllu tjaldað til. Sleðaumboðin verða að sjálfsögðu öll á staðnum og einnig fullt af öðrum fyrirtækjum sem tengjast sleðamennsku almennu vetrarsporti.

Leave a comment