Sem kunnugt er var ákveðið að halda sýningu og árshátíð til skiptis sunnan og norðan heiða, þ.e. annað árið fyrir sunnan og hitt fyrir norðan. Nú er komið að LÍV-Reykjavík að spreyta sig og sýningin Vetrarlíf verður haldin um komandi helgi, 29.-30. nóvember, og árshátíð á laugardagskvöldinu. Sýningin er í Kauptúni í Garðabæ, á móti IKEA. Opið verður kl 10-17:30 á laugardag og 11-17 á sunnudag.
Án efa verður öllu tjaldað til. Sleðaumboðin verða að sjálfsögðu öll á staðnum og einnig fullt af öðrum fyrirtækjum sem tengjast sleðamennsku almennu vetrarsporti.