Fjölmargir lögðu leið sína í Motul á Akureyri á föstudagskvöldið þar sem var opið hús og ýmislegt til gamans gert. Óstaðfestar fregnir herma að svo vel hafi nýju FXR-gallarnir selst um kvöldið að Birkir og félagar hafi þurft að hringja í ofboði út og panta meira til að eiga örugglega nóg fyrir jólin 😉
Einn af hápunktum kvöldsins var þegar strákarnir í Team-23 sýndu nýja sleðamynd, þar sem þeir höfðu klippt saman ýmis skemmtileg skot frá liðnum vetri. Fékk myndin góð viðbrögð og að auki var lofað enn betri mynd að ári. Virkilega gaman að sjá hvað unga deildin er að koma sterk inn í sportið, full af áhuga, en búðin bókstaflega fylltist þegar leið að sýningu myndarinnar.
Hér að neðan eru nokkar myndir sem teknar voru í gærkvöld.
- Árni Helga og Hesjuvalla-Björn létu sig ekki vanta.
- Tryggvi og Ari Fossdal með einn grænan gæðing á milli sín.
- Daddi og Rikki spjalla á planinu.
- Einar Ellingsen að tékka á samkeppninni 😉
- Kristinn Kjartans og fleiri.
- Unga deildin að spá í hjálma.
- Splunkunýr Yamaha Viper mættur inn á gólf.
- Margt um manninn.
- Stappfull búð.
- Birkir hafði í nógu að snúast.
- Tryggvi fer yfir málin.
- Árni Freyr hafði góð tök á öllu.
- Bibbi í Höfn
- Spáð og spjallað.
- Skyldu vera viðskipti í gangi?














