Margt um manninn í Motul

Fjölmargir lögðu leið sína í Motul á Akureyri á föstudagskvöldið þar sem var opið hús og ýmislegt til gamans gert. Óstaðfestar fregnir herma að svo vel hafi nýju FXR-gallarnir selst um kvöldið að Birkir og félagar hafi þurft að hringja í ofboði út og panta meira til að eiga örugglega nóg fyrir jólin 😉

Einn af hápunktum kvöldsins var þegar strákarnir í Team-23 sýndu nýja sleðamynd, þar sem þeir höfðu klippt saman ýmis skemmtileg skot frá liðnum vetri. Fékk myndin góð viðbrögð og að auki var lofað enn betri mynd að ári. Virkilega gaman að sjá hvað unga deildin er að koma sterk inn í sportið, full af áhuga, en búðin bókstaflega fylltist þegar leið að sýningu myndarinnar.

Hér að neðan eru nokkar myndir sem teknar voru í gærkvöld.

Leave a comment