Opið hjá Motul á föstudagskvöldið – Nýja sleðamyndin frumsýnd

motulopidSleðafólk norðan heiða ætti að gera sér ferð í verslun Motul á Akureyri á föstudagskvöldið. Frá kl. 18 verður kynning á nýjustu sleðafötunum frá FXR og Tobe, enda ekki seinna vænna að fara að galla sig upp fyrir veturinn.

Kl. 20 er svo komið að frumsýningu á nýrri íslenskri sleðamynd sem strákarnir í Team 23 genginu hafa snarað saman og hefur að geyma myndbrot frá afrekum þeirra síðasta vetur. Virkilega flott framtak hjá þessum áhugasömu köppum.

Nú ef að líkum lætur má einnig berja augum hjá þeim Motul mönnum eitthvað af splunkunýjum Arctic Cat sleðum og jafnvel kynna sér Pro-Lite ofurgræjurnar frá Black Diamond, sem Motul er með umboð fyrir.

Leave a comment