EY-LÍV niðurgreiðir árshátíðamiða

livlogoDagana 28.-29. nóvember verður sýning í umsjón LÍV-Reykjavík og árshátíð á laugardagskvöldinu. Ákveðið hefur verið að halda þessa viðburði til skiptis sunnan og norðan heiða, þ.e. annað árið fyrir sunnan og hitt fyrir norðan.

Sýningin verður í húsi rétt við IKEA en árshátíðin í Turninum við Smáralind. EY-LÍV niðurgreiðir miðann á árshátíðina fyrir félagsmenn og kostar hann 5000 kr. Til að verða sér út um miða þarfa að:

1. Fyrst að skrá sig á hátíðina á eyliv.postur@gmail.com og gefa þar upp bæði nafn og kt. (aðeins fyrir EY-LÍV meðlimi)
2. Síðan millifæra kr. 5000 á reikning EY-LÍV: 565-26-20115 og kt:500196-3789
3. Hægt er svo að nálgast miðann hjá Tryggva sími 896-0114 gegn framvísun greiðslu.

Hótel Smári í Kópavogi, sem er við hliðina á Turninum, er með afsláttarkjör á gistingu eða kr. 11.900 nóttin fyrir herbergi. Bent skal á að ekki er ótakmörkuð gisting svo best er að bóka sem fyrst.

Leave a comment