Sleðaferð í fjörður 18. febrúar 2014

Líklega er best að byrja aðlögun að því að setja inn nýtt efni með stuttu vídeói frá skemmtilegri ferð í Fjörður á afmælisdaginn minn fyrr á þessu ári. Eftir marga vikna dimmviðri birti loks til og menn stukku af stað til að nota allan snjóinn sem var kominn. Farin var hefðbundin leið  upp Grenivíkurfjallið, um Grenjárdal, Trölladal og Þverdal, þaðan sem farið er yfir haftið yfir í Þverárdal/Kussungsstaðadal. Ágætur snjór var niður Bakkadal og Hólsdal en úr honum var farið um Ytri-Skálina upp á brún Blæjudals. Ekkert var því til fyrristöðu að skella sér niður í Blæjudalinn og upp á Hnjáfjallið þar sem horft er yfir Keflavíkina. Ekki var þó farið niður í hann að þessu sinni heldur sama leið til baka með slaufu um Afvikið. Allt með hefðbundnum hætti sem sé en færi veður og félagsskapur með því besta sem gerist.

Leave a comment