Sumardaginn fyrsta fóru Alfreð Schiöth og Hinrik úr Öxnadalnum og um Hraunsvatn suður Vatnsdal og yfir á Hörgárdalsheiði, Hjaltadalsheiði og vestur á Kleifar. Síðan til baka og norður um Jökulfjall yfir á Barkárjökul og Tungnahryggsjökul með nokkrum hliðarsporum. Akradalur, Hjaltadalur og Kolbeinsdalur voru rýrir og bíða betri tíma. Bjart og fallegt veður, ægifagurt og mikil fjallasýn, kveðja, Alfreð.
- Hraundrangi
- Hraunsvatn og Vatnsdalur
- Hörgárdalur
- Hjaltadalur
- Kleifar, Norðurárdalur fjær
- Áð í Suðurárdal
- Hólamannaskarð á Tungnahryggsjökli
- Jöklarall.
- Barkárdalsjökull og Héðinsskarð fjær
- Héðinsskarð
- Giljakönnun
- Hraundrangi











