Á Páskadag fóru Alfreð, Þórir, Tjörvi og Teitur Schiöth úr Ólafsfirði yfir í Héðinsfjörð. Áfram í Siglufjörð og yfir Kálfaskarð og í Nesdal og út að Reyðará við Siglunes. Veður og færi ágætt, gaman að berja gagnamunnann í Héðinsfirði augum og spjalla við aðra vélsleðamenn á slóðinni. Magnað að skoða Nesdalinn og Siglunes og ekki ónýtt að horfa inn í Hvanndalabjörgin af hlaðinu á Reyðará og yfir í Gjögur. Kveðja, Alfreð.
- Skeggjabrekkudalur
- Í Héðinsfirði.
- Ganganamunni í Héðinsfirði.
- Hestfjall
- Siglufjörður
- Spjallað í Siglufirði.
- Kálfsskarð.
- Reyðará og Kálfsskarð.
- Reyðará og Nesdalur.








