Halldór Jóns og Sigrún brugðu sér á Kaldbak og í Fjörður á Páskadag og sendi Halldór eftirfarandi: “Sól og blíða heilsaði útivistarfólki á páskadag. Stefnan var tekin út á Grenivík og ákveðið að njóta útsýnisins á Kaldbak og halda síðan út í Fjörður. Tekið var af á neðsta bílaplaninu. Nógur snjór var alls staðar og færi skemmtilegt. Mikill fjöldi lagði leið sína á Kaldbak og nutu allir veðurblíðunnar og frábærs útsýnis til allra átta. Síðan var haldið í Þorgeirsfjörð og stoppað á Þönglabakka og nestinu gerð góð skil. Á leiðinni yfir í Hvalvatnsfjörð var frábært útsýni til allra átta; m.a. Grímseyjar, Flateyjar á Skjálfanda og yfir á Tjörnes. Til baka var farið suður Hvalvatnsfjörðinn og endað á bílaplaninu ofan Grenivíkur eftir vel heppnaðan dag.”








