Þá er snjórinn kominn fyrir norðan og þótt ekki hafi viðrað vel til sleðaferða þá voru samt þó nokkrir sem drifu sig í dag. Smári Sig., Sigurgeir og Maggi Arnars. fóru inn á Glerárdal og sendi Smári eftirfarandi: “Mikið óþol var komið í menn eftir alla þessa snjókomu. Orðnir hálfgerðir sófariddarar, bara talað og skoðaðar gamlar myndir. En nú átti að drífa sig. Smurt nesti á laugardag en ekkert skyggni í boði. Á sunnudag átti að fara sama hvernig viðraði. Lagt af stað undir hádegi og keyrt úr skúrnum og inná dal. Nestið yrði ekki tekið upp fyrr en í Lamba. Og auðvitað komumst við þangað enda kaffiþyrstir, en skyggnið var ekkert, hrikalegt púður og oftsinnis mikill mokstur. Það eru því nokkur býsna stór bæli á dalnum sem ekki er gott að fara ofaní. Þetta lofar hins vegar góðu þegar birtir á ný………..”
- Lagt af stað við Hitaveiturskúr.
- Meira að segja Nytro á kafi.
- Þurfti aðeins að stoppa til að hreinsa glerið?
- Eitthvað í gangi hjá Sigurgeir og Maggi að hjálpa karlinum.
- Eittvað er RMK siginn að aftan.
- Moka, moka!
- Aftur og á jafnsléttu.
- Sigurgeir loks að koma.
- Skurðgröftur.








