Landhelgisgæslan fær snjóflóðaleitarbúnað frá Landsbjörg

IMG_9983Í gær hélt Slysavarnarfélagið Landsbjörg (SL) upp á að 80 ár eru liðin frá því að Slysavarnarfélag Íslands var stofnað. Afmælishátíðin var haldin í Listasafni Reykjavíkur að viðstöddu miklu fjölmenni; fyrirmennum og björgunarsveitarfólki víða af landinu! Af þessu tilefni afhenti SL Landhelgisgæslunni búnað til leitar að fólki í snjóflóðum í tvær þyrlur. Þetta er búnaður frá Barryvox af gerðinni VS 2000 Pro Ext. Búnaðurinn er að vísu ekki kominn til landsins ennþá en ráð er fyrir gert að hann verði kominn í tvær þyrlur síðari hluta febrúar. Með þennan búnað eiga viðbragðsaðilar að vera mun fljótari en áður hefur verið að leita að og staðsetja fórnarlömb snjóflóða, sem eru með snjóflóðaýla. Þetta eru afar góðar frettir fyrir sleðamenn en leggur þeim að sjálfsögðu einnig þær skyldur á herðar að fara aldrei á sleða án ýla. Á myndinni eru Smári Sigurðsson, varaformaður Landsbjargar, og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, með gjafabréfið.  Ljósm. Árni Jónsson.

Nánar á vef hjá Landsbjörg

Leave a comment