Myndir frá Vetrarsport

Vetrarsportið um helgina tókst vel í alla staði og var sýnignin sennilega sú glæsilegasta frá upphafi. Var gaman að sjá hvað margir sýnendur lögðu metnað í sýningarbása sína og var heildaryfirbragð sýningarinnar stórglæsilegt. Fjölbreytnin var líka í fyrirrúmi þótt sleðarnir séu alltaf í forgrunni. Árshátíðin í Sjallanum tókst ekki síður vel. Margir munu hafa saknað þess að ekki var tilkynnt um val á sleðum og bás sýningarinnar en þeim til huggunar þá fór slíkt val fram á vegum sýningarstjórnar eins og verið hefur og mun verða tilkynnt um úrslit á morgun, mánudag. Aðstoðarljósmyndari var Alída Milla Möller Gautadóttir, 6. ára, sem m.a. myndaði allt bleikt sem hún sá.

 

Leave a comment