Í gær var fallegt veður og sumir drifu sig til fjalla. Smári Sig. Sendi eftirfarandi. “Skutumst á fjöll svona til að klára verkefnin fyrir veturinn, þ.e. að taka vegriðin af brúnni yfir Skjálfandafljót. Í för voru Smári Sig., Maggi Arnars. og Sigurgeir. Lítill sem enginn snjór var á Eyjafjarðardal en þegar upp var komið var bara flottur grunnur kominn og þegar við vorum komnir inn fyrir afleggjarann í Landakot var hægt að taka stefnuna beint á Sandbúðir. Grjóthart undirlag en aðeins nýsnævi í driftum hér og þar, alveg magnað jeppafæri í flottu veðri en köldu. Austan Sandbúða minnkar sjórinn aldeilis, nánast orðið snjólaust við Skjálfandafljót og rétt svona grátt í rót inn við Gæsavötn.”
- Lítill snjór í dalnum.
- Komnir uppá brún.
- Um hábjartan dag.
- Langir skuggar um hádegisbil í Sandbúðum.
- Opinn lækur í 950 m hæð yfir sjó.
- Bjart yfir.
- Lítill snjór á sandinum.
- Brúarvinnuflokkur að störfum, Sigurgeir og Smári..
- Snjólétt í Gæsavötnum.
- Sums staðar er alveg snjólaust.
- Sér til Hofsjökuls, Arnarfell og Hásteinar.
- Útiljós í austri.











