Margt um manninn hjá Motormax á Akureyri

Fjölmenni var við kynningu hjá Motormax á Akureyri í gærkvöld þar sem sjá mátti það nýjasta frá Yamaha og Ski-doo. Mest spennan var að sjálfsögðu í kringum nýja Nytro-sleðann frá Yamaha og nýju Ski-doo línuna, en til sýnis voru bæði Summit og 600 MXZ. Greinilegt er að sleðamenn kunna vel að meta að fá tækifæri til að hittast og spjalla á meðan beðið er eftir því að vertíðin hefjist af alvöru. Motormax hefur komið sér vel fyrir í húsnæði við Njarðarnes 4 þar sem þeir Hóla Palli og Hörri muni ráða ríkjum í vetur.

 

Leave a comment