Um liðna helgi var ýmislegt á dagskránni hjá sleðamönnum. Þannig voru sýningar bæði á Arctic Cat og hjá Mótormax, þar sem sjá mátti það nýjasta frá Ski-doo og Yamaha. Í Garðabæ var síðan haldin árleg sleðamenna Landsbjargar. Á sleðamessum hittast sleðaflokkar björgunarsveitanna með það að markmiði að auka þekkingu sína og stilla saman strengina. Auk fróðlegra fyrirlestra var að þessu sinni á dagskránni meðal annars kynning á hnéspelkum, en það er öryggisbúnaður sem sleðamenn eru farnir að gefa meiri gaum. Lexi kynnti sleðaskólann og ýmislegt fleira var gert. Maggi Arnars tók nokkrar myndir, bæði á sleðamessunni og sýningu hjá Mótormax.
- Súlumenn skoða alvöru Jamma.
- Fljúgandi Summit.
- Auðvitað nauðsynlegt að prófa réttu græjunar líka.
- Gunni Garðars að spá í snjóbíl.
- Nýi Skíddinn er bara flottur. Sögur herma að Súlur séu að spá í einn slíkan.
- Smári mátar sig við nýja Nytroinn.
- Gulli Búi búinn að rífa eitthvað og Rúnari líst ekki meira en svo á.
- Víkingurinn stendur alltaf fyrir sínu.







