Botnlaust púður í Kverkfjöllum

Þótt veðrið upp á síðkastið hafi ekki verið öllum að skapi er ljóst að sleðamenn geta bara verið kátir með ástandið til fjalla. Smári Sig. og fleiri fóru af Vaðlaheiði í Laugafell og þaðan í Nýjadal, um Mjóháls í Snapadal, Rjúpnabrekkujökul, Kistufell, Dyngjujökul og í Kverkfjöll, þar sem í heiti lækurinn í Hveradal var notaður. Nógur snjór var á svæðinu og botnlaust púður í Kverkfjöllum. Smári sendi ferðasögu og myndir.

Við áttum hreint alveg magnaðan túr um Hvítasunnuna. Farið var um Vaðlaheiði suður um Gönguskarð þar var nýsnævið sem bjargaði því sem bjargað varð. Sunnan við Gönguskarð er bara eins og jökull, alla vega suður fyrir Skjónufell og í Landakot. Rennislétt og hægt að láta fákana sýna hvað í þeim býr.

Eftir að hafa tankað í Laugafelli bættust þrír félagar okkar úr Súlum í hópinn og var stefnan tekin austur á bóginn. Töluverðir þræðingar voru til að byrja með en austan við Háöldur fór snjórinn að aukast og þegar komið var austur fyrir Bergvatnskvísl var stefnt lengra suður á bóginn, yfir Vegamótavatn og síðan upp Jökuldalsána og í Nýjadal. Þar er nægur snjór. Eftir eina samloku og kaffi var stefnan tekin suður fyrir Jökuldalinn, upp Mjóhálsinn og niður í Snapadal í Vonarskarði. Feikna skemmtilega leið. Nægur snjór var í Vonarskarði og þar, eins og víða annarstaðar, nýsnævið sem bjargaði túrnum. Úr Vonarskarði lá leiðin upp að rótum Bárðarbungu og svo þvert yfir Rjúpnabrekkujökulinn, yfir á Dyngjujökul og svo niður ágætar snjólænur niður í Gæsavötn.

Á mánudag var dagur tekinn í “fyrra fallinu”. Straujað austur með jökuljaðri allt í Kistufell og tekin einn útsýnishringur upp á topp. Þá lá leiðin í Kverkfjöll þar sem púðrið tók völdin. Þar var a.m.k ekki jeppafæri nema fyrir mjög þolinmóða bílstjóra. Eftir hefðbundnar myndatökur og töluverðar festur var áveðið að skella sér í bað í heita læknum. Sporuðum við niður Löngufönn að hluta og stungum okkur síðan milli kletta niður í Kverkina og þvert austur yfir hana. Eins og venjulega er það “rússibana” leið í lækinn. En nú bar svo við að lækurinn var vart baðfær sökum hita. Ógjörningur var að liggja þar og hvíla lúin bein, heldur þurfti spígsporað á bakkanum og sólin látin baka kroppinn, enda veður til þess.

Þá vara eftir að koma sér upp á jökul aftur. Við reyndum við Kverkina en sérum frá. Þar liggur svo mikið nýsnævi að ógjörningur er að sjá hvar og hvernig sprungurnar liggja. Því var farið yfir jökulsporðinn og beint upp Löngufönn, þar sem menn hitunuðu mis mikið og festu sig mis oft. Þar fór baðið fyrir lítið. Þegar upp var komið var kominn tími að huga að heimferð. Var það að mestu leyti sama leið nema hvað farið var yfir Tungnafellsjökulinn við Stakfellið, niður nyrðri Hagajökul og fylgt árfarvegi Hagakvíslar vestur að Fjórðungakvísl þar sem við komum inn á gömlu slóðina okkar. Á Vaðlaheiði vorum við komnir rétt að ganga tíu.

Leave a comment