Margir á sleða um helgina

Mikil umferð sleðamanna var víða um land um helgina. Í Kerlingarfjöllum var sleðamót á vegum EY-LÍV og þangað fóru hópar bæði að norðan og sunnan. Á sunnudaginn var gríðarlega fallegt veður í Eyjafirði og tugir ef ekki hundruð sleðamanna tóku stefnuna út í Kaldbak og Fjörður. Smári Sig. og fleiri renndu um helgina í Gæsavörn og víðar og eru myndir úr þeirri ferð hér að neðan.

Leave a comment