Mikil umferð sleðamanna var víða um land um helgina. Í Kerlingarfjöllum var sleðamót á vegum EY-LÍV og þangað fóru hópar bæði að norðan og sunnan. Á sunnudaginn var gríðarlega fallegt veður í Eyjafirði og tugir ef ekki hundruð sleðamanna tóku stefnuna út í Kaldbak og Fjörður. Smári Sig. og fleiri renndu um helgina í Gæsavörn og víðar og eru myndir úr þeirri ferð hér að neðan.
- Verið að hnýta upp á græjurnar.
- Eiríkur vinnur í grímunni.
- Við Sandbúðir.
- Eiríkur rennir yfir Skjálfandafljótsbrú.
- Formaðurinn.
- Jósavin í Gæsavötnum.
- Við Kistufell.
- Formaðurinn dálítið glaseygður.
- Þessir hafa áðurfarið á fjöll. Kuggi, Jósavin og Jón Björns.








