Ýlurnar sönnuðu gildi sitt

Snjóflóðaýlur eru ómissandi öryggistæki allra vélsleðamanna og sönnuðu gildi sitt í dag þegar vélsleðamaður lennti í snjóflóði í Hlíðarfjalli. Félagar mannsins, en þeir voru 9 saman, höfðu fundið hann, grafið upp og hafið lífgunartilraunir á aðeins nokkrum mínútum. Maðurinn sem lenti í snjóflóðinu er á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Meðfylgjandi myndir voru teknar á staðnum í dag.

 

Leave a comment