Jeppamenn úr Eyjafirði drifu sig á fjöll um helgina, enda ekki flókið að brenna upp nýja Vatnahjallaveginn. Smári Sig. sendi ferðasögu.
Fórum á laugardagsmorgun upp nýja Vatnahjallaveginn upp í Hafrárdal. Þar er lítill snjór en vandalaust að finna lænur og bruna upp að vörðunni við Sankti Pétur. Það er bara gott jeppafæri í Bergland og reyndar alveg í Laugafell.
Eitthvað hefur gengið á í leysingunum á dögunum því klakar og hröngl voru langt upp á bakkana við vaðið á Bergvatnskvíslinni og ekki gjörningur að fara þar yfir. Vandalaust að sprautast yfir í Gæsavötn og færið fyrir jeppa gott.
Á heimleið var farið um Sandbúðir og Galtaból í Laugafell. Þá var tekinn hringur í Landakot, Bergland svona rétt til að athuga með skálana. Nægur snjór er í Galdtabóli og Landakoti og greinilegt að þar hefur ekki hlánað neitt að ráði á dögunum. Byrjað var að snjóa á sunnudagsmorgninum austan við Sandbúðir svo eitthvað bætir á þessa vikuna. Það hafur oft verið svartara á þessum árstíma.
- Sankti Pétur fyrir ofan Vatnahjallaveg.
- Falleg birta í Gæsavötnum.
- Maggi, Ingólfur og Tryggvi.
- Útiljós í Sandbúðum en enginn heima.
- Strákarnir í forstofunni.
- Kuldalegt í Sandbúðum.






