Það birti upp um helgina og þá er ekki að sökum að spyrja. Menn drifu sig á sleða og létu ekki 20 stiga gadd stöðva sig. Hér að neðan eru flottar myndir Smára Sig úr ferð hans, Magga Arnars og fleiri á Glerárdal. Sem sjá má er nægur snjór og mikið fjör.
- Glímt við hliðið.
- Bjart yfir firðinum.
- Aðeins verið að pústa.
- Stuð í púðrinu.
- Lambi er hefðbundinn viðkomustaður.
- Smásögur og smá pása en vissara að vera vel klæddur.





