B&L bauð til frumsýningargleði á 2007 árgerðinni af Arctic Cat síðastliðinn föstudag. Fjölemmi mætti til að líta á gripina, ásamt því að nota tækifærið til að spá og spjalla um veturinn framundan. Ekki var annað að sjá en viðstöddum litist vel á það sem fyrir augu bar, enda margt nýtt að sjá. Að sjálfsögu voru allir spenntir að sjá nýu F-línuna, ásamt því að kíkja ofan í húddið og skoða nýju 800 og 1.000 cc vélarnar. Mikil sala hefur verið í Arctic Cat í haust og mun reyndar stór hluti þeirrar sendingar sem B&L fær þegar vera seldur og sumat típur jafnvel uppseldar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á föstudagskvöldið.
- Tveir fyrrum forsetar LÍV og Arctic Cat menn, Jón Birgir og Ásbjörn Helgi.
- Breikkarinn kíkir ofan í húddið á nýja F-1000 sleðanum.
- Ingimundur og Tryggi spá í M-línuna.
- Nýi F-1000 sleðinn er vígalegur og að sjálfsögðu hér í réttum lit.
- Fjölmenni mætti til að skoða sleðana og gerði hinum eina og sanna Arctic Cat drykk góð skil.




