Síðastliðinn sunnudag gerðu Alfreð Schiöth og Hinrik á Rútsstöðum ágætis ferð og sendi Alfreð ferðasögu og myndir.
Við ókum af Vikurskarði og suður Vaðlaheiði og austur í Vaglaskóg; suður Lundsskóg og ekið léttan gegnum Þórðarstaðaskóg og síðan í Sörlastaði og inn í mynni Timburvalladals. Þar skaust minkur upp úr læk og var hinn gæfasti og var gert vel við hann í mat og drykk.
Síðan ekin sama leið til baka með nokkrum hliðarsporum. Austan í Vaðlaheiði og norður í Víkurskarði mátti víða finna lausasnjó og dyngjur og góðar aðstæður til sleðaæfinga, sem reyndar enduðu með nokkrum festum hvað mig varðar. Ánægjulegt að fá snjó á ný.
- Við Fnjóskárbrú.
- Vaglaskógur.
- Minkur í heimsókn.
- Sörlastaðir.
- Við Sölastaði.
- Stefnt á Timburvelli.
- Timburvalladalur.
- Vígalegir Yammar.







