Fagurt er í Fjörðum

Alfreð Schiöth sendi myndir og smá ferðasögu: “Síðastliðinn sunnudag var mikil umferð vélsleðamanna á Kaldbak og í Fjörðum í frábæru veðri. Ánægjulegt að sjá hversu vel hefur tekist til með vegagerð upp í Grenivíkurfjall. Um tíma var aðgengi á vegi teppt vegna óhapps þar sem kviknaði í jeppabifreið og brann hún til kaldra kola. Færið var víða nokkuð rifið og hryggjað og einnig að finna púður og gaman. Rýrt færi þegar nálgaðist Þönglabakka. Í Heiðarhúsum voru fyrir Fnjóskdælir sem voru að koma úr vestari Hvanndal þar sem þeir fundu tvær kindur. Þar er varasamt að ferðast nema með góðri staðþekkingu og við góð skilyrði. Þvældist með Helga, Binna, Ebba og Hinna og álpaðist til að leiða hópinn í hálfgerða sjálfheldu í gili í Leirdal. Eftir nokkra snúninga og baráttu við púðursnjó og hliðarhalla komust þó allir leiðar sinnar og skiluðu sér til byggða. Afar vel heppnaður dagur.”

Leave a comment