Frábært færi í Laugafell

Síðastliðinn mánudag, 5. desember, fóru félagarnir Steini Pje, Geir Baldurs og Gunnar Knutsen í Laugafell í hreint frábæru veðri og færð. Farið var af Öxnadalsheiði suður Kaldbaksdal og Nýjabæjarfjall. Nægur snjór var í dalnum og færið suður fjallið sjaldan verið betra. Magurt var í kring um Laugafell og rjúpur þar í góðum málum. Sérstakt var síðan að koma heim og aka inn í svarta þoku á Moldhaugahálsi. Meðfylgjandi eru myndir sem Gunnar Knutsen tók.

Leave a comment