Fín aðsókn var að Vetrarsportsýningunni á Akureyri um helgina og tókst hún vel í alla staði. Sýnendum fjölgaði á milli ára og boðið var upp á ýmsar nýjungar, meðal annars að hafa fyrirlestra um ýmislegt tengt útivist.
Þá tókst áshátíðin ekki síður vel en hún var haldin í Sjallanum á laugardagskvöldið. Húsið troðfullt og mikil stemmning. Fór menn þar á kostum hver um annan þveran. Má t.d. nefna formann skemmtinefndar, Hesjuvalla-Björn, Júlíus Júlíusson veislustjóra og Guðmund Hjálmarsson, sem flutti árlegan annál af snilld. Ekki má heldur gleyma Uss, suss, SUSSS-hópnum sem tróð upp með hvert snilldaratriðið á fætur öðru. Samkvæmt venju voru veittar viðurkenningar fyrir glæsilega sleða og bása. Fallegasti ferðasleðinn var valinn Ski-doo GTX 600, verklegasti sleði sýningarinnar var valinn Arctic Cat M7 og Toyota á Akureyri fékk viðurkenningu fyrir vel útfærðan sýningarbás.
- Ski-doo GTX 600 var valinn fallegasti sleði sýningarinnar.
- Vígalegur 4-gengis Yammi.
- Fullt af gestum.
- Arctic Cat M7 var valinn verklegasti sleði sýningarinnar.
- Bás Toypota fékk viðurkenningu.
- Haftæknibásinn var flottur að vanda.
- Séð yfir sýnignuna.
- Séð yfir sýnignuna.
- Séð yfir sýnignuna.
- Halldór Jóns., Sigrún og Eiríkur á spjalli.
- Stungið saman nefjum í kaffistofunni.
- Spjallað og spáð í Motulbásnum.












