Flottar myndir af Glerárdal

Magnús V. Arnarsson sendi flottar myndir sem teknar voru á Glerárdal um síðustu helgi. Það voru 6 félagar í Súlum, björgunarsveitinni sem voru þar á ferð og sjálfur var Maggi í jómfrúarferðinni á Polaris 800 Verical Escape sem hann festi nýverið kaup á. Magi skrifaði. “Færið gerist ekki betra, mikill snjór og mikið púður. Púðrið var það mikið að á nokkrum stöðum varð að beita skóflu á ákveðan gerð af sleðum! Gæta verður samt varúðar þar sem ekki eru allir steinar komnir á kaf. Eins eru bæði Lambaáin og Gleráin opinn. Farið var upp að Kerlingu og var hún tignarleg að sjá með þá ísbrynju sem var utan á henni. Ekki var færið síðra niður í Skjóldal. Með þennan snjó sem kominn er stefnir í góðan keyrsluvetur.”

Leave a comment