Loksins birti upp um helgina og þá var ekki að sökum að spyrja. Menn þustu á fjöll, bæði á jeppum og sleðum, til að kanna allan snjóinn sem komið hefur síðustu vikur.
Hreiðar í Vín, Jón Björnsson og Eiríkur Jónsson fóru á jeppum með sleða í kerrum inn Eyjafjarðardal á laugardag. Að sögn Eiríks var hægt að aka á jeppa inn að Brúsahvammi, þaðan er ófært fyrir alla bíla og því sleðarnir teknir niður. Það er þokkalegt sleðafæri innúr, aðeins stöku blettir auðir í lækjum. Vandræðalaust var að keyra inn í Laugarfell og komið var við í Landakoti á leiðinni heim. Snjórinn er að sögn Eiríks þéttur og þarf því ekki mikið undir sleðana.
Smári sig fór ásamt fleirum á jeppa upp Bárðardal og í Nýjadal og Gæsavötn og hafði sömu sögu að segja. Bara góður snjór er frá Mýri í Bárðardal allt inn að Kiðagilshnjúk. Þar minnkaði ögn og frekar lítið er við Sandbúðir. Í Gæsavötnum var snjórinn í góðu lagi en lítið sem ekkert í Nýjadal og Laugafelli. En hinsvegar er flottur snjór við Landakot og lofar undirlagið þar bara góðu. Eiríkur og Smári sendur nokkar myndir úr ferðunum.
- Sleðarnir teknir af í Eyjafjarðardal.
- Komnir í Laugafell.
- Hreiðar Jón og Eiríkur við Landakot.
- Smári og félagar í Kotinu.



