Fimm harðsvírðair sleðakappar úr Eyjafirði fóru um síðustu helgi magnaðan túr suður yfir hálendið og óku um svæðið að Fjallabaki í fylgd Benna og Rínu. Smári Sig. sendi ferðsögu.
Formaðurinn var beittari en nokkru sinni að drífa sína menn af stað á miðvikudag “ekkert væl bara drífa sig” Svo spenntur var´ann að hann mætti fyrstur á auglýstum brottfarartíma og beið eftir ferðafélögunum.
Á miðvikudagskvöld var blásið til brottferðar, nú átti að taka á því, fara suður á land sagð´ann. Kaldbaksdalurinn svona frekar rýr en í góðu lagi. Skítur á fjallinu eins og oft áður og fremur snjólétt er nálgaðist Laugafell.
Á fimmtudag haldið austur og suður um, þó vel vestan við Nýjadal og yfir Mjóhálsinn í Vonarskarð yfir Hágöngulón og stefnan tekin á Sveðjuhraun. Reyndist það alveg ófært og því farið til baka og upp Köldukvíslarjökulinn fyrir Hamarinn og suður yfir allt að Skaftárjökli og þaðan niður á Langasjó. Þar var nú færi maður, fullt rör þessa 20 km rennsléttu leið. Undir kvöld var komið í Glaðheima eftir að hafa reynt fyrir okkur í ýmsum giljum og krókum.
Á föstudag var auðvitað sama blíðan og fyrri daga, og þess vegna tekinn snemma dagurinn. Nú átti að koma sér á Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul. Talið var alveg bráðnauðsynlegt að koma við í Strútslaug og taka smá þrifabað. Okkur til furðu reyndist nú Mýrdalsjökull miklu mun stærri en landafræði þekking okkar sagði til um. Hægt var að keyra þar um allan daginn og alltaf sjá eitthvað nýtt, a.m.k .þegar Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi er bætt við. Gerðum okkur heimakoman á sólpallinum hjá Benna og Rínu og nutum veðurblíðunnar og útsýnisins til Vestmannaeyja, þótt húsráðendur væru að heiman. Á bakaleið var frábært útsýni yfir Goðaland, Þórsmörk og Tindfjöll svo eitthvað sé nefnt.
Um kvöldið komu svo Benni og Rína í Glaðheima því ráðlegt þótti að hafa þessa norðlinga undir eftirliti þarna að Fjallabaki.
Laugardagurinn sem fyrri dagar sól og 17. Nú tóku Benni og Rína stjórnina og sprautað allskonar brekkur og gil svo við norðlingarnir vorum fljótir að tapa áttum. Það var ekki fyrr en skálinn í Landmannalaugum kom í ljós að við vissum hvar í heiminum við vorum.
Þaðan var svo farið í allskonar krákustígum upp í Hrafntinnusker. Satt best að segja held ég að ekki nokkrum lifandi manni hafi dottið í hug að þessar leiðir sem þau fundu væru færar, en alltaf fundust nýir skaflar og ný gil. Frá “Skerinu” var farið á Torfajökul og þaðan í fjöllin austan við Hólmsárbotna sem ég man vara ekki hvað heita………. Eftir hreint frábæran dag var enn á ný haldið í Glaðheima og gist……….
Sunnudagur sem og þeir fyrri, bara sól og tóm hamingja, En öll ævintýri taka enda og nú var góðgerðar fólk okkar kvatt og heim skal haldið.
Eftir rúmlega 830 km túr án óhappa eða bilana held ég að orkan hafi
verið farin að dvína eitthvað. En stutt í að menn vilja ólmir í næstu
ferð…..
Heyrst hefur að ferðalokum
-Að Sigurgeir hafi loks náð að klár tilkeyrsluna “Kettinum”
-Jósavin hafi gleymt að spyrja Tryggva um veðurspána áður en lagt var í´ann
-Að Jón noti bara annað kertið vegna sparaksturskeppninnar
-Að formaðurinn vilji lengja RMK´inn eftir að hann sá líterinn hans Benna.
-Að Smári hafi bara lifað á “skáta” þurrmat allan túrinn…
- Í laugafelli á suðurleið.
- Jón, Hreiðar og Jósavin að næra sig.
- Hágöngur.
- Stefnt suður á bóginn.
- Aðeins verið að pústa.
- Í Glaðheimum.
- Verið að gefa skýrslu heim.
- Bað í Strútslaug.
- Skolað af sér í Landmannalaugum.
























