Guðni í Straumrás sendi eftirfarandi frásögn og myndir úr ferð um Kinnarfjöll á sumardaginn fyrsta.
Þeir Sólvangsbræður Ingvar og Bergsveinn og Jón Ingi á Fornhólum gáfu mér aldeilis frábæra sumargjöf en það var sannkölluð salíbuna um Kinnarfjöll á sumardaginn fyrsta. Þar tókst okkur ásamt þeim bræðrum Óla og Hilla frá Akureyri og Ingvari í Böðvarsnesi að finna alveg ótrúlegt magn af snjó , en sökum þess að þessi snjór er, eða var að mestu fyrir ofan 500 metra hæðarlínuna þurftum við að beita nokkurri lagni að komast nógu hátt en eins og flestir vita þá kalla Fnjóskdælir alls ekki hvað sem er ömmu sína og leiddu þeir félagar okkur hratt og örugglega upp og niður um þetta svæði enda á heimavelli.
Heyrst hefur:
- Að þeir sem fara í rússibanaferð á Flateyjardal með Sólvangsbræðrum komi örmagna heim.
- Að Bergsveinn Í Sólvangi hafi sömu skoðun og skáldið: hvergi bratt , bara mismunandi flatt.
- Að Ingvar í Sólvangi segi : ef það er ekki í Arctic Cat eða Massey Ferguson þá þarf ekki að nota það.
- Að þeir bræður ætli að fá sér húsbíl og ferðast um Ítalíu þegar þeir fá leið á vélsleðum.-
- Að gott er að hafa með sér tyggjó þegar ferðast er með Sólvangsbræðrum því vegna óvæntra og skyndilegra hæðarbreytinga eru hellur fyrir eyrum algengur fylgifiskur.
- Að í Nýjuspakmælabókinni eftir Smá-sög-Sig.standi á blaðsíðu níu: Rólegan æsing! Það kemur aldrei svo sumar að ekki fylgi vetur fljótlega í kjölfarið!
- Að Sleðasíðan sé laus við Guðna í Straumrás , allavega til hausts
- Hvar er snjórinn, Jón Ingi?
- Ekki sulla svona kæri mágur.
- Á leið upp Garðsfell
- Hér er gott að hafa vaðið fyrir neðan sig.
- Gönguskarðsá leynir á sér.
- Nei Ingvar , ég held það hafi ekki verið lax.
- Láta vaða hér.
- Ekkert vesen hjá Hilla á Pollanum.
- Full ferð upp Uxaskarð.
- Fullt af litlum snjóflóðum.
- Útsýni austur yfir Skjálfanda til Húsavíkur.
- Á leið niður í Austurdal í átt að Kotadal.
- Í Vesturdal austan Kambs er Purká.
- Í Suðausturátt frá Kambi, ef heppnin er með grillir í Mývatn.
- Kambsmýrarhnjúk( Kambi) 1211m.
- Flateyjardalsheiði nær út Fnjóskadalur fjær.
- Hvalvatnsfjörður
- Alveg endilega þráðbeint áfram.
- Grenivík í norðvesturátt.
- Einhvernvegin enda allar ferðir.
- Gleðilegt sumar, sjáumst aftur næsta vetur.




















