Björn Magnússon, formaður EY-LÍV, fór ásamt hópi Eyfirðinga á Kerlingarfjallamótið um síðustu helgi. Sendi hann stutta ferðasögu og fullt af fínum myndum.
Helgin var hreint út sagt frábær, veðrið með ólíkindum gott föstudag og laugardag, en svo kom þokuslæðingur sunnudag. Fórum af Öxnadalsheiði á föstudagsmorgun um Nýjabæjarfjall í Laugafell, þaðan uppá Hofsjökul við Miklafell og upp að Hásteinum. Tókum svo stefnuna niður af jöklinum skammt vestan við Setrið og þaðan í Kerlingarfjöllin. Laugardagurinn var nýttur í rólegheita skoðunarferð um Kerlingarfjöllin, vorum mest í nágrenni Hveradalsins enda nóg að sjá þar. Snilldar matur um kvöldið og smá sprell í ábæti. Heimferð á Sunnudag austur fyrir Hofsjökulinn í Laugafell í þokuslæðing og norður Nýjabæjarfjall í leiðinda norðan gjólu og litlu skyggni. Mögnuð helgi í góðum félagsskap.
- Austan Hofsjökuls.
- Eitt af mörgum útsýnisstoppum.
- Eitt húsanna í Kerl.fjöllum.
- Horft til vesturs.
- Hverasvæðið.
- Kíkt í húddið.
- Langjökull handan þokunnar.
- Meiri hiti.
- Nógur hiti þarna.
- Sól og blíða.
- Sögð gamansaga.
- Laugafell.
- Nýjabæjarfjall.
- Minnkandi skyggni.
- Elín Gísladóttir.

















