Vélsleðaferð á Reykjaheiði

Alfreð Schiöth sendi ferðapistil og myndir frá síðustu helgi er hann var á ferð um Reykjaheiði í S.Þingeyjarsýslu. Þetta er tvímælalaust svæði sem sleðamenn ættu að vera duglegri að heimsækja. Gefum Alfreð orðið: Farin var fjölskylduferð frá Skarðahálsi í Reykjahverfi, sem leið liggur fram hjá Höskuldsvatni, Höfuðreiðarmúla, Sæluhúsmúla og þvælst um Grísatúngufjöll í frábæru veðri s.l. laugardag. Á sunnudag var leikurinn endurtekinn með skipti áhöfn og farið í Þeistareyki og síðan um Jónsnípuskarð í Árnahvamm og niður Geldingadal til byggða. Mjög gott veður framan af degi og þykknaði þegar leið á daginn. Færið var hart og ekki verra að vera á loftkældum sleðum.

Leave a comment