Skroppið í Héðinsfjörð

Einmanna sleði við Vík í Héðinsfirði.

Einmanna sleði við Vík í Héðinsfirði.

Firecat Loftskörðun. Skaflinn þar er nú óvenju brattur.

Firecat Loftskörðun. Skaflinn þar er nú óvenju brattur.

Finnur Steingrímsson í Ólafsfirði skrapp í Héðinsfjörð í gær, eftir að farið var að skyggja. Sagðist hann hvorki hafa orðið var við kindur né Siglfirðinga en þeir lentu sem kunnugt er í hremmingum þar um helgina. Einn sleði hefur verið skilinn eftir við Vík. Finnur fór leiðina yfir Loftskörð og er seinni myndin tekin í skarðinu á heimleiðinni. Skaflinn þar er nú óvenju brattur að sögn Finns.

Leave a comment