Samið um afnot sleða- og jeppamanna af endurvarpakerfi björgunarsveitanna í Eyjafirði

Á myndinni handsala þeir samninginn Grétar G. Ingvarsson formaður Eyjafjarðardeildar 4x4; Smári Sigurðsson frá svæðisstjórn björgunarsveita og Björn V. Magnússon, formaður EY-LÍV.

Á myndinni handsala þeir samninginn Grétar G. Ingvarsson formaður Eyjafjarðardeildar 4×4; Smári Sigurðsson frá svæðisstjórn björgunarsveita og Björn V. Magnússon, formaður EY-LÍV.

Á Vetrarsportsýningunni sl. laugardag var gengið frá samkomulagi á milli svæðisstjórnar björgunarsveita á Eyjafjarðarsvæðinu, EY-LÍV og Eyjafjarðardeildar 4×4 um að tvö síðarnefndu félögin fái aðgang að VHF endurvörpum björgunarsveitanna á svæðinu.

Smári Sigurðsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita segir samkomulagið opna mjög allar boðleiðir fyrir vélsleða- og jeppamenn þar sem fjarskipta kerfi björgunarsveitanna er mjög öflugt. “Einnig er þetta til hagsbóta fyrir björgunarsveitir, getur hugsanlega sparað þeim sporin eða boð komast til þeirra fyrr en ella. Svo ekki sé minnst á að hægt er að ná sambandi við ferðamenn sem eru vítt og breitt ef þeir eru í nálægð við slysavettvang,” segir Smári.

Í samkomulæginu felast að fylgja þarf ákveðnum reglum, eins og að umræddar rásir eru ekki ætlaðar sem almennar spjallrásir heldur til að flytja skilaboð um vá eða hættu, breytta ferðaáætlun eða upplýsingaöflun vegna ferðalaga osfrv. Þá skal skv. Samkomulaginu unnið að því koma upp neyðartalstöðvum í skálum á svæðinu og síðast en ekki síst er kveðið á um að félögin að fræði félaga sína um fjarskipti, um góða umgengi í orði og verki og um þau réttindi og þær skyldur sem á mönnum hvílir.

Samkomulagið tekur sem fyrr segir til Eyjafjarðarsvæðisins en Smári segist allt eins reikna með að það verði víðtækara þegar fram í sækir. “Ef tilraunin gengur vel hér þá fylgja væntanlega fleiri í kjölfarið,” segir Smári.

Leave a comment