Sleðafólk er þessa dagana á fullu að spá í hvaða sleða á að kaupa fyrir veturinn. Nú styttist líka óðum í stórsýninguna Vetrarsport 2005 á Akureyri og því er ekki úr vegi að líta aðeins á sleðaframboðið, bera saman verð og spá í bestu kaupin.
Hafa ber í huga…
Hér á eftir er rennt yfir það helsta sem er í boði frá sleðaumboðunum að þessu sinni. Strax ber að taka fram að ekki er um hávísindalegan samanburð að ræða heldur er þetta meira til gamans gert. Þá er verður að hafa í huga að þegar verið er að bera saman verð á milli tegunda er nauðsynlegt að bera einnig saman þann staðalbúnað sem fylgir, t.d. hvort rafstart og bakkgír fylgi, hvernig demparar, hvaða grófleiki af belti o.s.frv. Þá nota umboðsaðilar ýmist tommur eða metrakerfið sem mælieiningar á beltum. Hér er öllu breytt í tommur til að auðvelda samanburð en í einhverjum tilfellum getur verið um smávægilegar skekkjur að ræða. Þá geta verð hafa breyst frá því að þessir verðlistar voru birtir.
Stuttir sportsleðar – 700-1.000 cc
Stuttir kraftmiklir sleðar eru skemmtileg leiktæki og henta einnig vel í styttri ferðir. Þeir eiga sér því alltaf stóran hóp aðdáenda. Hér eru líka nýir og spennandi sleðar í boði. Fyrstan skal telja Mach Z frá Ski-doo sem kemur nú með 1.000 cc SDI vél. Ég viðurkenni fúslega að vera veikur fyrir stórum mótorum og set ekki fyrir mig þótt einhver kíló bætist við. En uppgefin þyngd á þessum sleða er þó ekki nema 236 kg. sem hlýtur að teljast vel ásættanlegt fyrir 165 hestafla tæki. Verðið er 1.448.000 kr. Nýi 900 Fusion sleðinn frá Polaris er einnig að mestu óskrifað blað enn sem komið er þar sem hann er glænýr. Hann er á fínu verði miðað við keppinautana, eða 1.249.000 kr. Enn einn nýliðinn er Lynx R-evo Rave 800 á 1.370.000 kr. sem einnig er spennandi kostur. R-evo er ekki kópía af REV-boddíinu frá Ski-doo, eins og sumir virðast halda, heldur sleði sem Lynx byggir á eigin forsendum þar sem hin rómaða fjöðrun fær að njóta sín.
Þekktari kandidatar í þessum flokki eru MXZ X frá Ski-doo (1.387 þús), F7 Sno Pro 700 frá Arctic Cat (1.299 þúsund) og RX-1 frá Yamaha. F7 er með minnstu vélina mælt í rúmsentimetrum en skilar ótrúlegu afli og hefur EFI framyfir alla hina. Einnig skartar hann nú ýmsum nýjungum í búnaði. RX-1 kemur verulega breyttur, m.a. með nýja afturfjöðrun sem nefnd hefur verið “besta afturfjöðrunin síðan M-10 búkkinn koma fram á sjónarsviðið” og sleðinn er einnig verulega léttari en í fyrra, eða 254 kg. Verðið er 1.437 þúsund fyrir sleða með rafstarti og bakkgír. Hafa ber í huga að RX-1 er í raun í sér klassa með fjórgengisvélinni.
Hvern þessara sleða myndi ég kaupa? Ég gæti sannarlega hugsað mér að eiga þá alla, enda blessunarlega laus við að trúa á eina tegund umfram aðra. Ok-margir vita að ég hef lengst af ekið á Polaris en ég er á engan hátt fastur við þá. Eftir reynsluakstur á RX-1 í fyrravetur hef ég verið mjög veikur fyrir honum, ég tala nú ekki um eftir nýjustu endurbætur. Nýi Lynxinn lítur sannarlega vel út en valið hjá mér stæði þó líkalega á milli Fusion eða Mach Z, þótt hvorugan hafi ég prófað. Fusion er á áberandi besta verðinu en Mach Z með stærstu vélina. En hér gildir eins og jafnan áður að sá á kvölina sem á völina (og þarf að borga brúsann). Enn á ný skal áréttað að hver og einn beri saman verð og staðalbúnað.
|
Sleði |
Vél |
Verð |
|
Ski-doo Mach Z Adrenaline |
1000 cc SDI |
1.448.000 |
|
Yamaha RX-1 ER |
1000 cc Fjórgengis |
1.437.000 |
|
Ski-doo MXZ X |
800 cc HO |
1.387.000 |
|
Lynx R-evo |
800 cc HO |
1.370.000 |
|
Arctic Cat F7 Sno Pro |
700 cc EFI |
1.299.000 |
|
Polaris Fusion 50th |
900 cc Clean Fire |
1.268.000 |
|
Polaris Fusion F/O |
900 cc Clean Fire |
1.249.000 |
**Athugið að bera saman verð og staðalbúnað.
Stuttir sportsleðar – 600 cc og minni
Sleðar í þessum flokki hafa e.t.v. ekki selst sérlega vel á Íslandi en hafa ýmsa kosti umfram sleða með stærri vélar. Þeir eru yfirleitt léttari og eyðslugrennri en skila engu að síður fullnægjandi afli fyrir flestar aðstæður. Hér ber þrjá sleða hæst, R-evo 600 SDI frá Lynx, GSX 600 frá Ski-doo og RS Vector ER frá Yamaha. Það er reyndar alltaf spurning hvernig á að flokka sleða og GSX er t.d. skilgreindur sem ferðasleði hjá umboðinu þótt á stuttu belti sé.
Á 1.290 þúsund er nýi Lynxinn sannarlega spennandi kostur og 600 SDI vélin hefur þegar sannað ágæti sitt. Frábær vél þar á ferðinni. Sama vél er í GSX frá Ski-doo og sá sleði kostar heldur minna, eða 1.233 þúsund. RS Vector kemur með nýrri þriggja strokka fjórgengisvél. Hann kostar 1.297 þúsund krónur og hefur lækkað um rúm 100 þúsund frá fyrsta verðlista sem gefinn var út.
En hvaða sleða myndi ég kaupa? Nú er úr vöndu að ráða enda væntanlega nokkuð ólíkir sleðar. Aflið er svipað, u.þ.b. 120 hestöfl, en R-evo og GXS eru um og 20 kg léttari en Vector og því líklega skemmtilegri leiktæki. Á móti kemur að ég er mjög spenntur að sjá hvernig nýja 120 hestafla fjórgengisvélin virkar. Lynxinn yrði samt fyrir valinu hjá mér sem stuttur sportsleði eins og ég hugsa þá skilgreiningu. Væri ég að hugsa um lengri ferðalög kæmu hinir tveir til greina en þá myndi ég hins vegar frekar velja mér sleða á lengra belti.
|
Sleði |
Vél |
Verð |
|
Yamha RS Vector ER |
973 cc fjórgengis |
1.290.000 |
|
Lynx R-evo |
600 cc HO SDI |
1.290.000 |
|
Ski-doo GSX Limited |
600 cc HO SDI |
1.233.000 |
Millilangir (136-144 tommu belti)
Hér erum við komin í uppáhaldsflokkinn minn og nú er sannarlega úr nógu að velja. Byrjum á Ski-doo. Hér er val um Renagade-sleðana með 800 eða 600 vélar í nokkrum útfærslum. Eftir prófun á 600 SDI í fyrravetur get ég sannarlega mælt með þeim sleða. Frábær alhliða sleði með fínt afl. Hann kostar innan við 1.200 þúsund og einn af þeim sleðum sem ég væri spenntastur fyrir í dag. Sérstaða Renagade-línunnar flest í 16 tommu breiðu beltinu, þ.e. tommu breiðara en algengast er. Verðið er á bilinu 1.387-1.123 þúsund en fyrirfram myndi ég telja bestu kaupin í 600 HO SDI á 1.197 þúsund. Hann er 120 hestöfl og vissulega bætast 20 hestöfl við fari menn í 800 sleða. Velji menn 600 sleða munu þeir því án efa lenda í því að félaginn á 800 sleðanum fari brekkur sem þeir hafa ekki en þær verða samt ekki margar.
Á meðan Ski-doo veðjar á breiðara og styttra belti (16×136 tommur) fer Arctic Cat hina leiðina og býður mjórra belti en algengast er, þ.e. 13,5 tommu breidd. Millilanga deildin hjá þeim síðarnefndu kemur á 144 tommu löngu belti, bæði í F7 EXT (1.299 þúsund) og Sabercat 700 EXT (1.339 þúsund) útfærslu. Þetta eru spennandi sleðar enda ótrúlega spræk vél eins og fyrr er sagt. Um Sabercat og fleiri sleða í þessum flokki má segja að þá mætti einnig flokka sem ferðasleða.
Yamaha kemur sterkt inn í þennan flokk með nýju 3ja strokka fjórgengisvélina í sleða sem nefnist RS Rage. Verðið er 1.347 þúsund. Þá býðst RX-1 Warrior árg. 2004 á 1.273 þúsund. Frá Polaris er 800 og 600 Switchback í boði, auk 600 RMK. Þessir sleðar koma á 144 tommu belti og Switchback 800 kostar 1.209 þúsund, sem er mjög gott verð miðað við vélarstærð. Frá Lynx er einnig spennandi kostur í boði, 800 Adventure á 144” tommu belti og kostar 1.290 þúsund. Þetta er afar álitlegur sleði sem ég væri til í að skoða nánar.
Hvern myndi ég kaupa? Polaris Switchback er á einna besta verðinu miðað við vélarstærð, byggir á þrautreyndri hönnun og svínvirkar. Valið hjá mér myndi þó væntanlega standa á milli Ski-doo, Arctic Cat og Lynx þessum flokki. Lynx Adventure er með “hefðbundið” byggingarlag á meðan Renagade frá Ski-doo og Sabercat/F7 frá Arctic Cat koma með “nýja laginu” þar sem vélin er komin neðar og ásetan framar. Væntanlega myndi ég enda á 800 eða 600 Renegade, enda sá síðarnefndi í miklu áliti hjá mér eftir reynsluakstur sl. vetur, eins og fyrr er sagt. Úff, þetta er erfitt!
|
Sleði |
Vél |
Belti |
Verð |
|
Ski-doo MXZ Renegade X |
800 ccHO RAVE |
16″X136″x1,75″ |
1.387.000 kr. |
|
Yamaha RS Rage |
973 cc fjórgengis |
15″x3465x1,25″ (32 mm)** |
1.347.000 kr. |
|
Arctic Cat Sabercat 700 EXT EFI |
700 cc EFI |
13,5″x144″x1″ |
1.339.000 kr. |
|
Ski-doo MXZ Renegade X |
600 ccHO SDI |
16″x136″x1,75″ |
1.300.000 kr. |
|
Arctic Cat F7 EXT EFI |
700 cc EFI |
13,5″x144″x1,25″ |
1.299.000 kr. |
|
Lynx Adventure 800 |
800 cc HO |
15″ x 144″x1,25″ (32mm) |
1.290.000 kr. |
|
Ski-doo MXZ Renegade |
800ccHO RAVE |
16″X136″x1,25″ |
1.282.000kr. |
|
Polaris SWITCHBACK |
800 Liberty |
15″x144″x1,25″ (32 mm) |
1.209.000 kr. |
|
Ski-doo MXZ Renegade |
600 ccHO SDI |
16″x136″x1,25″ |
1.197.000 kr. |
|
Ski-doo MXZ Renegade |
600 ccHO RAVE |
16″x136″x1,25″ |
1.123.000 kr. |
|
Polaris SWITCHBACK |
600 cc Liberty |
15″x144″x1,25″ (32 mm) |
1.069.000 kr. |
|
Polaris RMK 144 |
600 cc Liberty |
15″x144″x1,25″ (32 mm) |
1.049.000 kr. |
Brekkubanar
Á toppnum í þessum flokki er hinn nýi Summit HM X. Hann er með stærstu vélina (1.000 cc), stærsta beltið (16×162 tommur) og hæsta verðmiðann (1.570 þúsund). Hann er því dýrasti sleðinn sem Íslendingum býðst að kaupa í vetur. Ekki síður spennandi eru nýju RMK 900 sleðarnir frá Polaris. Dýrasti sleðinn er á 166 tommu belti (1.498 þúsund) en sætti menn sig við “aðeins” 151 tommu er verðið komið ofan í 1.379 þúsund. Gaman verður að sjá nýju Polarislínuna í “action” og bíða margir spenntir. Verðið er líka hagstætt miðað við keppinautana, eins og reyndar á Polarislínunni í heild. King Cat 900 frá Arctic Cat hefur þegar sannað sig í þessum flokki og þar fá menn EFI í kaupbæti.
Nokkuð úrval er af sleðum í þessum flokki með 800 mótor og minni. Summit frá Ski-doo er á 144×16 tommu belti og kostar frá 1.233 þúsund og rúm 1.100 þúsund með 600 vél.. Þegar hefur verið sagt frá Polaris RMK/Switcback sem raunar mætti eins flokka hér og sama er með Adventure frá Lynx.. Yamaha býður fram RS Vector MM á 151 tommu belti með nýju 3ja strokka fjórgengisvélinni. Hann ætti að skila sér svipað og 600 sleðar keppinautanna og kostar 1.297 þúsund.
Ein stærstu tíðindin í þessum flokki er síðan nýja M-línan frá Arctic Cat. Þar er ekki boðin stærri vél en 700, sem sumir kunna að setja fyrir sig, en hún ætti nú að duga í flestum tilvikum og vel það. Þetta eru spennandi sleðar, sérlega léttbyggðir og sprækir með EFI. Nýja línan hefur fengið mjög góða dóma og M7 var kjörinn sleði ársins 2005 af Snow Goer tímaritinu. Val er um þrjár beltislengdir: 141 tomma á 1.279 þúsund, 153 tommur á á 1.309 þúsund og 162 tommur á 1.459 þúsund.
Hvern myndi ég kaupa? Ég get sagt ykkur að nú vandast valið fyrir alvöru. Ætti ég nóga peninga færi ég væntanlega í 1.000 Summit, 900 RMK á 166 tommu belti eða M7 á 162”. Einna spenntastur væri ég satt best að segja fyrir að prófa M7.
|
Sleði |
Vél |
Belti |
Verð |
|
Ski-doo Summit HM X |
1000 cc SDI |
16″X162″X2.25″ |
1.570.000 kr. |
|
Polaris 900 RMK 166 F/O |
900 cc Clean Fire |
15″x166″x2,4″ |
1.498.000 kr. |
|
Arctic Cat M7 162″ |
700 cc EFI |
15″x162″2,25″ |
1.459.000 kr. |
|
Polaris 900 RMK 159 F/O |
900 cc Clean Fire |
15″x404x2,4″ |
1.419.000 kr. |
|
Polaris 900 RMK 151 50th |
900 cc Clean Fire |
15″x384x2,4″ |
1.399.000 kr. |
|
Polaris 900 RMK 151 F/O |
900 cc Clean Fire |
15″x384x2,4″ |
1.379.000 kr. |
|
Ski-doo Summit X |
800 cc HO RAVE |
16″x144″x2″ |
1.313.000 kr. |
|
Arctic Cat M7 153″ |
700 cc EFI |
15″x153″2,25″ |
1.309.000 kr. |
|
Yamaha RS Vector MM |
973 cc fjórgengis |
15″x151″x2″ |
1.297.000 kr. |
|
Arctic Cat M7 141″ |
700 cc EFI |
15″x141″2,25″ |
1.279.000 kr. |
|
Ski-doo Summit Adrenaline |
800 cc HO RAVE |
16″x144″x2″ |
1.233.000 kr. |
|
Ski-doo Summit Adrenaline |
600 cc HO RAVE |
16″x144″x2″ |
1.104.000 kr. |
Lúxus ferðasleðar
Ég þyrfti ekki að hugsa mig lengi um ef ég ætlaði að kaupa sleða í þessum flokki. Ég myndi smella mér á fjórgengissleða. Álitlegastur að mínu mati er hinn nýi Yamaha Venture á 144 eða 151 tommu belti og 3ja strokka, 120 hestafla fjórgengisvél. Ekki spurning. Verðið er reyndar 1.397 þúsund. Nýi Ski-doo GTX 800 er á svipuðu verði og með öflugri vél en tvígengis.
Annar álitlegur í fjórgengisflokknum er T660 Turbo Touring frá Arctic Cat (110 hestöfl). Aðrir sleðar í ferðageiranum höfða síður til mín, fínir sleðar að vísu og sumir kunnuglegir frá fyrri árum.
|
Sleði |
Vél |
Belti |
Verð |
|
Lynx Sport Touring V-1000 |
1000cc 4-gengis |
15″x144″x1,25″ |
1.490.000 kr. |
|
Yamaha RS Venture TF |
973 cc fjórgengis |
15″x151″x1,25″ |
1.397.000 kr. |
|
Ski-doo GTX Limited |
800 cc HO RAVE |
15″x136″x0,9″ |
1.392.000 kr. |
|
Yamaha RS Venture |
973 cc fjórgengis |
15″x144″x1,25″ |
1.379.000 kr. |
|
Arctic Cat Sabercat 700 EXT EFI |
700 cc EFI |
13,5″x144″x1″ |
1.339.000 kr. |
|
Ski-doo GTX Limited |
600 cc HO SDI |
15″x136″x0,9″ |
1.306.000 kr. |
|
Polaris 800 EDGE TOURING |
800 cc Liberty |
15″x136″x1″ |
1.299.000 kr. |
|
Lynx Sport Touring 600 |
600 cc HO SDI |
15″x144″x1,25″ |
1.290.000 kr. |
|
Ski-doo Legend GTSport V-2 |
1000 cc 4-gengis |
15″x136″x0,9″ |
1.239.000 kr. |
|
Ski-doo GTX Sport |
600 ccHO SDI |
15″x136″x0,9″ |
1.196.000 kr. |
|
Polaris 600 EDGE TOURING |
800 cc Liberty |
15″x136″x1″ |
1.078.000 kr. |
Að lokum
Hér hafa alls ekki verið nefndir allir sleðar sem boðnir eru á íslenska markaðinum, hvað þá allir sem framleiðendurnir bjóða. Hjá Lynx er t.d. hægt að fá áhugaverða sleða í minni kantinum og einnig sannkallaða vinnuþjarka. Sama er hjá öðrum umboðum. Eina ráðið er að sökkva sér ofan í bæklinga og verðlista og skoða síðan hvað er til í veskinu. Benda má á að Evró, og Gísli Jónsson hf. eru með ágætis upplýsingar á heimasíðum sínum. Látum þetta duga í bili.