Síðastliðinn miðvikudag renndu þeir Hreiðar í Vín, Sigurgeir Steindórs., Eiríkur Jóns. og Smári Sig. á sleðum inn í Laugafell. Farið var á bílum fram Eyjafjarðardal og tekið af fram undir Brúsahvammi. Ferðin gekk vandræðalaust en ekki sögðust þeir félagar geta mælt með sleðafærinu. Reyndar ráða þeir mönnum frekar frá því að fara þessa leið fyrr en meiri snjór er kominn. Veðrið á miðvikudaginn var eins og það gerist best og tók Sigurgeir meðfylgjandi myndir í ferðinni.
- Tekið af við Brúsahvamm.
- Komnir upp á fjall.
- Í Laugafelli.
- Skammdegissól.
- 900 kötturinn tilbúinn til heimferðar.
- Alltaf er nú laugin falleg.
- Við Laugafell.
- Tunglið gægist upp.
- Snúningar við Laugafell.
- Fallegt sólarlag.
- Stefnan tekin á tunglið.










