Er sumarið komið? Allavega er sleðavertíðinni ekki lokið því í gær, sunnudag, fóru Smári Sig. og Sigurgeir Steindórs í fínan skreppitúr um Hlíðarfjall og inn á Nýjabæjarfjall.
Þar var færið hreint magnað, nýr snjór yfir öllu og rennislétt. Reyndar var allstaðar nýsnævi í 1000 metra hæð. Aðal markmiðið var þó að skreppa á Vaskárjökul og kanna snjóalög eftir veturinn. Á Vaskárjökli hafa menn verið að safna saman braki úr breskri flugvél sem þar fórst á stríðsárunum. Búið er að safna töluverðu magni og koma í net sem væntanlega verður tekið niður með þyrlu í sumar. Það eru félagar í Súlum björgunarsveit sem hafa verið að vinna í þessu verkefni undan farin ár en það var sem kunnugt er Hörður Geirsson sem fann þessa vél eftir að hafa leitað hennar í áratug eða svo.
Heyrst hefur í sleðaumræðunni að:
Því lengri því betri……….
- Sumarleg byrjun
- Víða þræðingur.
- Á Hlíðarfjalli
- Glerárdalshnjúkur
- Glerárdalur.
- Tröllafjallið fjær
- Hvítar fannbreiður
- Á Vaskárjökli.
- Flakið komið í net.
- Ekki svo mög sumarlegt í Litlakoti.
- Vaskárdalur í baksýn.










