Finnur Steingrímsson í Ólafsfirði sendi tvær skemmtilegar myndir sem teknar voru í sleðaferð á annan dag páska, önnur í Héðinsfirði og hin ofan við Hvanndali. Mjög snjólétt orðið í Héðinsfirði og eina leiðin að nálgast neyðarskýlið er að fara yfir Loftskörð eða Rauðskörð.
Fóru þeir félagar yfir Loftskörð í þetta sinn. Ekki hefur verið fært niður í Hvanndali í allan vetur þar sem hengja er á brúninni sem fara þarf yfir úr Víkurdalnum.