12. apríl 2004:
Þrátt fyrir að páskaveðrið á Norðurlandi hefði vel mátt fera betra fóru menn þó talsvert á sleða, eiknum í dagsskreppur á Tröllaskaga og Fjörður/Flateyjardal. Smári Sig, Hreiðar í Vín, Jón Björns, Eiríkur Jónsson og Sigurgeir Steindórs skruppu “af skyldurækni” í páskaferð í Laugafell og gistu. Sendi Smári pistil og myndir frá ferðinni.
Það hlaut að koma að því að formaðurinn blési til brottfarar. Lét þess reyndar getið að Jón hefði ákveðið brottför. Veður á laugardag var svo sem ekkert spennandi því var beðið til myrkurs með brottför. Ögn hafði snjóað og færið bara fínt. Tilgangur ferðarinnar var eingögnu að ná inn kílómetrum á teljarann. Gist var í Laugafelli en á páskadagsmorgun var komin sunnan átt og hláka svo ekki fær nýsnævið að staldra lengi við. Rétt þótti að mynda þann fáséða atburð þennan veturinn að hópur manna var að taka bensin úr formannstanknum. Enda varð að tanka og mæla hvað hver tók.
Heyrst hefur:
- Að einn hafi tekið aðeins meira bensín en hinir enda fyllti hann ekki alveg áður lagt var af stað.
- Að Guðmundur Hjálmarsson fari ekkert á sleða vegna þess að nýji sleðinn er bara ekkert góður.
- Að nestið (skyrið) hafi farið alveg í mask á leiðinni vegna þess að sleðinn er svo langur og sætið svo hart….
- Lagt í ´ann í snjókomu. Kötturinn ferðbúinn.
- Heldur er það nú rýrt.
- Skúrað og skrúbbað.
- Sjaldgæf sjón við Formannstankinn.



