Vel nýttur dagur á Mývatnsmóti

Hin árlega vélsleðakeppni í Mývatnssveit var sem kunnugt er haldin um síðustu helgi. Sumir nýttu laugardaginn betur en aðrir. Þannig fóru Smári Sig., Benni á Bílvirkja, Sigurgeir og tveir upprennandi kappakstursdrengir, þeir Valur og Ævar, af stað árla morguns, tóku létta sleðaferð áður en keppni hófst og aðra að henni lokinni. Smári sendi eftirfarandi ferðasögu og Sigurgeir lagði til myndir.

Auðvitað mættum við snemma til hátíðarinnar í Mývatnssveit á laugardag en alla leiðina austur var hvergi snjó að sjá. Það var ekki fyrr en í Kröflu sem einhvern skafl var að finna. Hann var auðvitað nýttur og byrjuðum við á að taka eina bunu norður eftir að Gæsafjöllunum og þaðan stefnt á Þeistareykjaskála. Færið í harðara lagi og þurfti að hafa “ribburnar” niðri. Þeir sem ekki höfðu slíkan búnað hlýnuðu heldur mikið. Ekki var hægt að komast í skálann þar sem snjórinn var akkúrat enginn þar í kring. Á baka leið í Kröflu var farið að Víti og upp á Hábunguna.

Þá var kominn tími til að renna á mótssvæðið og fylgjast með keppnisdrengjunum sýna listir sínar. Allt það dæmi virtist ganga stórslysalaust fyrir sig og held það sé bara gott að ekki var búið að finna þetta upp hér á árum áður. Gömlu mennirnir fóru nefnilega í brautina þegar allir aðrir voru farnir. Sannast sagna var betra að fara hægt og rólega svo ekki hlytist tjón af.

Eftir keppnisatganginn töldu Ingi í Bílaver og Pétur hótelhaldari að það þyrfti að sýna okkur nokkra nýja staði og brunuðu af stað með okkur í halarófu ásamt nokkrum austan mönnum. Greinilegt að tímaskortur var í uppsiglingu því ekið var eins og “búðingarnir” komust. Fyrst reynt við skálann við Eilífsvötn og síðan að skála all sérstökum sem heitir Híði. Greinilegt var að þeir kumpánar Ingi og Pétur voru ekki í sinni fyrstu ferð á þessum slóðum. En til baka að bílunum komum við aftur og alveg á met tíma.

Sagt var…
…að Smári Sig hafi ekki þorað að taka neitt nesti með sér í túrinn, eftir aðganginn í síðustu ferð
…að Sigurgeir ætli ekki að setja nýja GPS inn á sleðann fyrr en búið er að smíða þjófheldar festingar
…að Benni hafi ekki mátt fara á eldhúsbílnum austur
…að kappakstursdrengirnir á hafi ekki komist eins hratt og “gömlukarlarnir

Leave a comment