Hringferð um Fjörður

Í gær skruppu þeir frændur Guðni í Straumrás og Jói Eysteins á Eyrarlandi ca. 100 km hringferð um Fjörður (Grenivík-Kaldbakur-Gil-Þönglabakki-Kaldbakur-Grenivík) með ýmsum útúrdúrum.í algjörri “bongó-blíðu” eins og Guðni sagði. Færið er frekar hart fyrir neðan ca 300 metra en samt föl ofaná til kælingar. Annars alveg frábært. Mjög magurt er á láglendi fyrir utan Gil og í kringum Þönglabakka. Guðni sendi meðfylgjandi mynd en eins og athugulir lesendur munu eflaust taka eftir þá ók Jói á “réttu sortinni” í þessari ferð. Þ.e. réttu sortinni að mati Arctic Cat mannsins Guðna en Jói hefur fram til þessa fremur verið tengdur við Polaris.

Leave a comment